Heida

Ritstjóri

Ég heiti Heiða og er Þórðardóttir. Ég er dóttir Tóta svarta. Og ég er svo miklu meira og en bara það. Ég bý í Reykjavík, elska Reykjavík. Velkomin í heimsókn, þiggðu hjá mér kaffi. Og með því. Gjörðu svo vel.
 
Eina nóttina hringsnerist ég á miðju stofugólfi. Ég vaki, þegar aðrir sofa. Ég hafði nýlokið verkefni og hugsaði með mér: Hvað geri ég núna? Ég tók þetta alla leið:
 
Hvað finnst mér skemmtilegast að gera? Ég þurfti ekki að leita langt eða lengi svara: Skrifa.
  
Númer eitt, tvö og þrjú; skrifa.
  
Það hlýtur að vera draumur hvers og eins að hafa lifibrauð af áhugamáli sínu.
 
Í mínu tilfelli fljúga hugmyndirnar um eins og óð og ofvirk fluga. Einhverjar þeirra detta niður á blað. Aðrar fara í litla bók sem ég er alltaf með í veskinu mínu. Enn aðrar í gulllitaða bók sem ég geymi á náttborðinu. Alltof margar koma og fara eitthvað út í buskann.
 
Það er von mín, að því sem mestu máli skiptir hafi ég komið niður á blað og alla leið áleiðis til þín mín kæra/kæri.
  
Njóttu gleðinnar með mér. Með þessari hugarsmíð er líf mitt fullkomnað. Mig langar að deila hluta af gleðinni, skoðunum mínum og pælingum með þér.
  
Komdu með mér á „rúntinn“... hver veit hvar við endum. Ég og þú.
 
Þín einlæg, Heiða