Kryddaðu tilveruna með þínum eigin kryddjurtum!

Mikið lifandis skelfingar ósköp langar okkur að eiga lítinn og sætan kryddgarð; nokkra potta sem við gætum gengið í þegar verið er að dunda sér í eldhúsinu.   Hér kemur óskalistinn...hagnýtur fróðleikur fyrir okkur öll.

Deviled Eggs - í lit! - Þrjár tillögur að gómsætri fyllingu

"Deviled Eggs" eru frábær viðbót á veisluborðið eða bara eitt og sér.   Þessi sem sýnd eru á myndinni hér til vinstri eru sniðug og hægt að nýta sér þessa hugmynd í ákveðin þema. Þau koma nefnilega í lit og það...

Ýsa sem slær í gegn!

Uppskriftin sem ég birti hér að neðan er skuggalega góð.   Eða; uppskrift að ýsu sem slær í gegn hjá mínu liði. Ekki er verra að fiskur er næringarríkur, og að auki náttúrulegt "boost" fyrir heilann. 

Hollt og gott nesti í skólann eða vinnuna

Hér eru nokkrar hugmyndir um hollt og gott nesti í skólann eða vinnuna fyrir alla aldurshópa:

SNILLD DAGSINS: Hið fullkomna steikta egg!

Hver hefur ekki lent í því að steikja egg og allt lendir í klessu? Eggið festist við pönnuna og útkoman verður eitthvert vandræðalegt og ljótt afbrigði af ommulettu-slysi.   Ég hef svo sannarlega lent í þessu. Rak augun í þessa snilld hér...

Má bjóða þér upp á girnilegt ískaffi með rjómatopp og kakó englaryki?

Haltu á ketti, brostu, vertu sæt/ur og segðu;   -Uhhh, já takk Heiða!   ...hér kemur uppskriftin... og þó svo að vanti á þig fingur eða tvo...þá er þetta ekki að fara að klikka! 

epli_1

Epli minnka bjúg, bæta meltingu og svefn!

Við elskum epli. Nottum þau sem millimál,  skerum þau þau niður í þykkar sneiðar, smyrjum lífrænu hnetusmjöri á eina sneiðina, set aðra sneið ofan á og borðum sem samloku.   Við hreinlega elska þessa samsetningu og ekki skemmir fyrir að hún er meinholl.

Öðruvísi egg og bacon - svínslega flott og gott!

Ég á það til að detta niður í örþunnu svínasneiðarnar sem liggja þétt saman einsog fjölskylda sem ekkert fær aðskiliið. Þetta pakk liggur oft saman í alltof þröngu plasti í matvöruverslunum.   Dónalega gott.   Ég er að tala um bacon.    

Bolla bolla bolla - þrjár skotheldar uppskriftir!

Bolludagurinn með öllu sínu rjómaáti er handan við hornið. Eða eftir viku. Okkur finnst það æði, elskum, rjóma + súkkulaði = bollur.   Sitt sýnist hverjum, en flestir sem við þekkjum eru hrifnastir af þessum klassísku vatnsdeigsbollum.    Uppskriftirnar hér að neðan...

Kjúklingasalat með papriku, perum og furuhnetum!

Þessi uppskrift er alveg hreint dásemd! Fyrir augum okkar dansar sumarið með öllum sínum afurðum. Það verður litríkur dans.    Svona förum við að:   

Hörpuskel - geggjaðar uppskriftir!

Við erum óforbetranlegir sjávarréttafíklar og stöðugt á útkikki eftir freistandi molum.   Við megum til með að fara nýjar leiðir og til þess er netið magnaður vettvangur. Deilum hér með ykkur tveimur uppskriftum sem innihalda hörpuskel ... 

Bakaður stökkur aspas - nammidagur alla daga!

Þessar stökku og fínu "franskar", eru glettilega góðar. Tekur enga stund og allir glaðir.    Þú líka. 

Fáðu fallegri húð um leið og þú boostar upp kroppinn

Þessi einfaldi og fljótlegi drykkur inniheldur ekki aðeins 145 kaloríur, drykkurinn hefur að geyma alls sjö vítamín sem húð þín þarfnast, daglega.   Ekki skemmir fyrir að drykkurinn er seðjandi og syndsamlega góður á bragðið.

UPPSKRIFT; Laufabrauð

Er ekki bara alveg að koma að laufabrauðsgerðinni? Að setjast saman við að skera út skemmtilegar kökur til steikingar? Ég held það bara...ha? Hér hefurðu allavega uppskriftina, gætir sem best prentað hana út eða flett upp seinna.   Ef þér finnst...

Dásamlegar piparkökur - skemmtilegar og ÖÐRUVÍSI

Hvernig væri að fara að bretta upp ermar og gera eitthvað skemmtilegt. Eins og að baka piparkökur, með börnunum. Nú eða bara fyrir karlinn...hérna kemur uppskrift sem er svo hrikalega góð að hún er næstum því vond.   Bökum saman, en...

POPPANDI hoppandi hress HRÍSGRJÓN!

Þetta er alls ekkert flókið. Alveg þess virði að prófa - svona ferðu að.

Jarðaberja Mojito

Þessa uppskrift hirti ég nú bara upp úr götunni í orðsins fyllstu merkingu. Gæti alveg trúað að þessi drykkur sé afbragð án áfengis. Á rauðum, rökum og samankrumpuðum glanspappír stendur...

kakan_1

Það er SVONA auðvelt að útbúa REGNBOGAKÖKU!

Já, það er virkilega svona auðvelt (tekur örlítið lengri en rúma mínútu) að búa til skemmtilega marglita köku -einsog þetta myndband sýnir.    Húrra! Þið fáið enga uppskrift í þetta skiptið, heldur megið þið skjótast út í búð og versla Betty vinkona mína í kössunum...

Ómótstæðilegur ís - og ekki síst fallegur

Þessa fegurð er afar auðvelt að útbúa. Áður en glæsileikinn er borin fram er mælt með því að ístertan sé látin láta standa í 15 mínútur.   Ístertan sómar sér á hvaða veisluborði sem er.

Jarðaberjaunaður á innan við hálftíma

Án gríns, þetta er auðveldasta uppskriftin sem þú finnur undir sólinni! Kakan er fljótgerð og listilega bragðgóð.   Hentar við hvaða tækifæri sem er, sem eftirréttur og ekki síst ef þú hefur ekki nægilegan tíma aflögu, en vilt gera vel við þína.

1 2 3 4 5 6 7 8