Englar úr kaffipoka

Þessi stórskemmtilegu og fallegu englar eru meðal annars gerðir úr kaffipokum. Þessum stóru. Hrikalega fallegir og ekki síst auðveldir í framkvæmd.  Jólatré með þessum englum -fallegt. Kíktu á myndbandið þar sem daman sýnir hvernig þetta er gert skref fyrir skref...góða skemmtun!

JÓLAFÖNDRIÐ: jólakúlur úr lopa!

Fékk þá brilliant hugmynd að búa til mínar eigin jólakúlur á jólatréið í fyrra. Það kom nú einfaldlega til af því að jólaskrautinu mínu öllu var stolið.  Vona svo sannarlega að skrautið sé í höndum einhvers sem þarf virkilega á...

DIY: Jólakúlur svo girnilegar að þig langar helst að éta þær!

Þetta föndur er að gera allt vitlaust í USA. Enda ekkert skrítið, þetta er brill! Auðvelt í framkvæmd og hrikalega fallegt. Viðurkennist, sumt er þó fallegra en annað...þið skiljið.  Okkur langar í silfurkúlur. Hvítt/silfur - og glimmer - silkiborða og fjör!...

Pakkaðu inn jólagjöfunum inn með stæl!

Okkur finnst fátt skemmtilegra en að skreyta og pakka inn gjöfum. Það fer minnst heilt kvöld í þetta hjá okkur, getum dúllast endalaust yfir sérhverri gjöf.   Hér má sjá nokkrar hugmyndir að innpökkun, njóttu vel og ekki síst góða skemmtun. ...

Úrklippur - DIY - jólagjöfin í ár?

Það þekkja allir úrklippubækur og margir hafa föndrað slíkar bækur. Sumir einfaldar með innlímdum úrklippum og myndum, aðrir flóknara dúllerí með alls kyns aukahlutum eins og miðum í leikhús eða minningum af því taginu.Meðfylgjandi er hugmyndabanki; myndband frá konu sem...

DIY: Jólagjafahugmyndir - gerðu það sjálf/ur!

Á meðfylgjandi myndbandi er okkur kennt að búa til jólagjafir, alls fimm talsins. Þú ef til vill finnur einhverja við hæfi?Kíktu... 

DIY: Jólagjafaaskja - gerðu það sjálf/ur

Það er mun hagstæðara að gera sínar eigin öskjur undir jólagjafirnar. Ekki síður skemmtilegra og persónulegra.  Hér er sýnd aðferð fyrir minni box, undir t.d. skart.Góða skemmtun!

Eplasvanur - flott við hvaða tilefni sem er!

Sniðugt að nota þessa aðferð til að búa til fallega borðskreytingu t.d., en við þurfum aðeins epli, tvo brauðhnífa og einn beittan hníf.  Fallegt er að hafa nokkrar tegundir af eplum, en alveg jafn smart að hafa þau öll sömu tegundar...

Reimaðu skóna á öðruvísi hátt -myndband

Ég man þá tíð þegar það var aðeins ein rétt leið til að reima skóna sína. Allt annað var rangt. Mikið vel fagna ég fjölbreytni í reima- "saumaskaps" og litadýrð sem er í boði í reimum nú til dags. Reimar...

Það sem hægt er að gera með förðun er ótrúlegt

 Viltu tvö andlit? Þrjú? Ekkert mál, dragðu fram penslana......stúlkan í meðfylgjandi myndbandi sýnir okkur hvernig þetta er gert.  Gæti vel orðið skemmtilegur hrekkur...

Áttu byssu?

Ertu með byssuleyfi? Ef ekki, ef til vill þekkirðu einhvern sem á byssu og er með leyfi. Áttu gallabuxur? Flott!

Spegill?

...eða hvað? Þetta er reyndar bókahilla sem er eins og rammi eða fegursti spegill!  Já, hví ekki...?

Sköpun vikunnar - Tvær myndir í einni

Hérna er hugmynd sem er svo mikið skemmtileg. Tvær myndir á einum einskonar "flettiramma". Myndirnar tala sínu máli hvernig farið er að og hvað þarf til.  Skemmtilegt hvernig rendurnar myndast óhjákvæmilega þegar myndin er komin upp á vegg.   Og við...

Plastflöskur verða að kúst eða blaðahirslu

Hverjum hefði dottið í hug að plastflaska gæti þjónað hlutverki sem kústur, skartgripaskrín eða sem blaðahirsla?  Horfa út fyrir kassann, það er allt hægt! Og þetta er ekki einu sinni for -for - forljótt.

Stólar framtíðarinnar

Mér finnst ótrúlega gaman að skyggnast örlítið lengra, inn í framtíðina. Ég fann þessa stóla en þeir eru einmitt; stólar framtíðarinnar. Og um leið leikur hjá hönnuðum. Tókst þeim vel upp? Sitt sýnist hverjum, kíktu...

Gullfalleg hálsfesti úr gamla silkibindinu

Leynist gamalt og forljótt bindi inni í þínum klæðaskáp? Hefurðu hugsað þér að kasta því í ruslið eða jafnvel að gefa það á flóamarkað, fatasöfnun eða eitthvað þvíumlíkt? Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú lætur gamla silkibindið flakka. Sér...

Vaskar úr náttúrulegu grjóti

Vaskur þarf ekki endilega að vera bara vaskur. Vaskar koma í einhverjum stærðum og nokkrum gerðum. Hönnuðir, margir hverjir, kjósa nú að fara óhefðbundnar leiðir í leit sinni að efnivið í hönnun sína. Þar á meðal hönnun handlauga.  Það er...

DIY: Krúttleg bollakökusería!

Ég er alltaf á einhverju flandri um vefinn og nú nýverið rak ég augun í stórskemmtilega leið til að umbreyta litlum bollakökuformum í gullfallega og um leið barnslega glaðlynda ljósaskreytingu sem myndi sæma sér vel í hinum fínasta vorglaðningi –...

Draumur í dós: Áttu gamla tölu?

Litríkar. Glansandi. Kringlóttar. Brotnar. Gegnheilar. Plastkenndar. Götóttar. Regnbogans börn. Tölurnar í boxinu hennar langömmu minnar áttu stóran þátt í barnæsku minni og urðu mér uppspretta óteljandi ævintýra. Hún geymdi tölurnar sínar í gömlu konfektboxi. Þegar ég trítlaði upp til hennar...

Stælaðu gömlu peysuna upp á augabragði!

Dúnmjúkar. Dísætar. Fjaðurmagnaðar. Peysur í yfirstærð verða seint ofmetnar og þó ekkert sé því til fyrirstöðu að festa kaup á einni slíkri, er líka hægur vandi að kaupa garn og prjóna – smella í eina risavaxna með nokkrum lykkjum (ef...

1 2 3 4 5 6 7 8 9