Sem kona á ég ekkert land, sem kona er land mitt allur heimurinn.

Maður fæðist ekki kona, maður verður kona.

Lífið er aðeins spurning um það sem skiptir þig máli.

Hungur í ást er mun erfiðara að seðja en hungur í brauð.

Listin að lifa er að láta óttann ekki trufla sig.

Kæru lesendur, við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar, árs og friðar. 

Það fallegasta við mannfólkið er einlægni; splæstu í hana!

Kona sem ekki getur verið ófríð, er ekki fögur.

Að fara gröð út að djamma er eins og að fara svangur að versla. Maður kemur alltaf heim með rusl.

Finndu kjark til að elska þig eins og þú ert, þá muntu blómstra.

Ég elska að vera til, vera ég sjálf en sérstaklega að vera kona.

Mig langar bara að nefna það, að við fyrsta tækifæri kenndi Adam konunni um allt.

Konan ber tár sín sem skartgripi.

 Maðurinn er eins góður og hann þarf að vera, konan eins slæm og hún vogar sér.

Ég vil miklu fremur vera kona en karlmaður; þær geta grátið, gengið í smart fötum og þeim er bjargað fyrst af sökkvandi skipi.

Það er til sérstakur staður í helvíti fyrir konur sem ekki hjálpa öðrum konum.

Geturðu ímyndað þér heiminn án karlmanna? Engir glæpir og fullt af hamingjusömum feitum konum.

Þögulir menn eru konum að skapi, þær halda að þeir séu að hlusta.

Þegar kona segir Ha? Þá er það ekki vegna þess að hún heyrði ekki hvað þú sagðir. Hún er að gefa þér færi á að breyta því.

Auðvelt er að komast hjá gagnrýni með því að segja ekkert, gera ekkert og vera ekkert.

1 2 3 4