Forfallinn


Finndu fyrir því í huganum hvað þær kitla þessar taugar. Þegar þær vekja löngun sem erfitt er að hemja. Er hún æsandi? Ætlarðu að fara...eða vera? Lestu orð mín og láttu þig dreyma. Stundum það eina sem er. 
 
Eltu glampa úr ímynduðum augum niður brjóstin, eftir maganum. Milli fóta. Teygðu þig aftur. Lokaðu þeim augunum. Haltu áfram að hugsa.
  
Renndu fingrunum gegnum hárið, niður hálsinn. Yfir brjóstkassa. Fylgdu þeim í huganum aftur á bak. Allt niður á rass. 
  
Hér er hún, erótíkin. Með löngunina, ljúfan æsinginn. Roða í kinnum. Er þér heitt í hjartanu? Eða var það annað? 

Svo stendur hann milli fóta þér, hallar sér fram. Ertu búin að slökkva ljósin? Viltu kannski birtuna? Þrýstu þér nær.
  
Þú kannt að leysa belti, hneppa tölu. Gerðu það í huganum. Hann kann að lyfta kjólnum. Og anda örar. Hann kann að rata, á réttan stað. Farðu alla leið. Meðan þú hugsar það.
  
Erótíkin er um að finna titringinn, af því þú ert þannig stemmd. Hún er um fingur sem dregur línur um kroppinn, kringum sköpin og alveg niður á tær. Hún segir að það sé í lagi að langa, það sé í lagi að hugsa. Kitlar þig.
 
Þú manst...að nota augnablikið, setja í það seiðinginn. Hugsa um hann eða hana. 
  
Hvað ertu nú að hugsa? Þér finnst það gaman eins og mér. Prófaðu að setja það í orð, sem þig langar. Lestu það svo aftur. Og láttu mig vita. Er ekki erótíkin unaðsleg? Ég sé þig...þú ert forfallin/n.
 
steina@spegill.is