Ástríða í einum bita


Hvað ef mig langar að vita hvað þér finnst? Um annað en það...þú veist. Mun það falla mér í geð? Ef við förum afsíðis og annað kemst að en aðeins eitt og ekkert meir.
Ég segi kannski, segðu mér. Vil komast nær, vita annað en okkur í flækju.
 
Stundum heyri ég það í þögninni, hærra en nokkur orð. Það sem þú vilt meina. Þú þekkir mig sem snertir þig. Er það nóg? Ég kann þig utan að. Þú flækist um mig alla. Hér og hér og hér...manstu?
 
Komdu nær og kysstu mig. Hættum að vera svona fullorðin. Reyna sífellt að vera þroskuð, kunna af reynslunni, að gera færri mistök. Er þetta ekki rétt, það sem virkar svona vel? Þú þarft ekki að segja mér hvað þér finnst gott, ég veit það...kann það. Mér er næstum sama um hitt. Þegiðu þá bara.
 
Þurfum við að þekkja allt og vita allt? Hvað með það sem kemur á óvart.
 
Ég hef aldrei gefið þér að borða, viltu það? Ástríðu á gaffli?
 
Er rútínan örugg eða bara þægileg? 
 
Bráðum þarftu að fara, við sögðum varla nokkuð. Orð á stangli undir rós og bak við kossana í þögninni. Ég halla mér aftur. Engar sögur um allt og ekkert. Kysstu mig á hálsinn, leitaðu niður. Taktu mig úr og komdu mér til. Það tekur hálfa sekúndu. Þrýstu þér nær þar til ég gríp um handlegg þinn. Held fast og horfi í augu þér allan tímann. Kyngdu bara, þetta var ástríða í einum bita. Svo er allt búið.
 
steina@spegill.is