Þú átt leik


Þar sem ég stend finn ég að á mig er horft, ég lít upp. Þá mæti ég andliti þínu. Og ég brosi. Ég er hún, þessi sterka, sem þú ert búinn að elta í einhverja mánuði. Manstu?
Auðvitað manstu. Þú ert enn að. Bara hefur þig ekki í skrefið sem færir þig nær.
 
Ef ég segði, eigum við að hittast? Við þig, þar sem þú stendur næst mér. Myndirðu þora? Að leggja í mig, þessa sem einskis þarfnast? Þá sem ber höfuðið hátt og hjartað kalt...kannski sé hlýtt á einhverjum stöðum. Hvernig geturðu vitað það? Ég gef aldrei neitt í skyn.
 
Þegar ég hugsa um það, fer um mig hrollur. Heitur hrollur sem leiðir út. Ég veit allt, þú ekkert. Því ég er góð í feluleik. Svo stolt í eigin skinni, er ég kannski of góð fyrir þig? Glotti við þér og hef mig á brott. Fann strax að þú vonaðir að ég sendi þér merki. Aldrei; viljirðu leika, þá átt þú leik. Ég gef mig seint eða aldrei. 

Hvað ef þú kysstir varir mínar, kreistir lendar mínar. Gripir um brjóstin, horfðir í augu mér og leitaðir niður. Hvað ef ég hallaði mér aftur. Ertu að hugsa það?
 
Svo lægjum við lengi með varir við varir. Lausir kossar eftirá. Það væri góð lykt af mér. 

Ég veit þú segir já, ef ég segi komdu. En ég þegi, ég er konan, þú ert karlinn. Viljirðu vita hvort þú færð slag, láttu þá út. Ef ekki...

...pass.

steina@spegill.is