Saltbragð er sexý


Nóttin horfir á mig inn um gluggann. Myrkur og enginn á ferli. Ég dreg fyrir og slekk á lampanum. Skil skóna eftir þar sem þeir liggja, hirði ekki um vatnsglasið sem gerir blautt far í viðinn. Það er kominn tími til að hvíla sig. 
Kaldur þvottapokinn hressir mig við, ég nenni ómögulega að smeygja mér undir sturtuna. Letiblóð. Ég myndi bara vakna enn betur, og halda áfram að þreyta sjálfa mig. Ég bregð burstanum gegnum hárið, slekk ljósið og kveiki á lampanum á náttborðinu. 
  
Mér er heitt og það pirrar mig. Ég sest upp og dreg til mín vatnsglas sem stendur á borðinu. Þamba smá og halla höfði mínu á koddann, reyni að hugsa eitthvað uppbyggjandi, kitlar eitthvað. Verð að segja það.
  
Ég hlýt að hafa dottað, rumska þegar ég heyri hljóð að neðan. Það er verið að banka. Ég lít á klukkuna, sem er rétt um miðnætti og tek af mér sængina. Stend upp og fiska sloppinn minn undan bolum og brjóstahöldum á yfirfullum snaga. Lít rétt sem snöggvast í spegilinn og hraða mér niður.
  
Mig langaði bara svo að hitta þig, segir hann þegar ég opna. Má ég koma inn? Horfandi á mig á sloppnum, með ómáluð augu og hárið allt úr stellingu, stendur hann þarna, alveg eins og hann á að vera. Og brosir afsakandi. Sá er djarfur.
 
Það hleypur í mig vitleysa, ekki vön að láta stjórna mér. En ég er snögg úr sloppnum. Hann er fljótur úr milli kossa. Engin stund og við erum nakin. Svoleiðis par, tölum ekki mjög mikið. Tjáum okkur með snertingu. Augunum og andardrætti. Það veit það enginn.
  
Bestir eru kossarnir, vanmetinn lúxus og við vöndum okkur. Meir en ella, því leyndarmál hittast ekki á hverjum degi. Það er heitt, okkur er sama um svita. Því saltbragð er sexý.

steina@spegill.is