Eltu glampann


Hugsaðu um húðina alla og snertingu sem gerir hana óða. Hugsaðu um kossa sem kynda niður milli fóta. Jafnvel bara ímyndun sem setur allt í gang. Ef þú horfir. Og hugsar.
 
Finndu fingur í huganum kitla þessar taugar. Vekja löngun sem erfitt er að hemja. Sjáðu augun sem horfa. Eltu glampann niður brjóstin, eftir maganum. Finndu munninn apa eftir. Teygðu þig aftur og tylltu barminum í beina.
  
Renndu fingrunum gegnum hár, sem kannski er rakt af svita. Fylgdu þeim í huganum eftir vöðvum í baki. Allt niður á rass. Þá máttu kreista, strjúka...eða þrýsta nær.
  
Svoleiðis er erótíkin. Æsandi löngunin. Varirnar nær þínum. Þú kannt að leysa beltið, hneppa tölu. Hann kann að lyfta kjólnum og anda örar. Í myrkrinu. Hann kann að rata, á réttan stað. Þú ert tilbúin. Ferð alla leið, meðan þú hugsar það.
  
Erótíkin fjallar um að finna titringinn, um pensilinn sem dregur línur um kroppinn, málar sköpin og alveg niður á tær. Hún segir þér að það sé í lagi að langa, það sé í lagi að hugsa. Kitlar þig til að gera. Og stendur þér við hlið. Bara ef þú manst...að nota augnablikið, setja í það seiðinginn.
  
Hvað ertu nú að hugsa? Þér finnst það gaman eins og mér. Prófaðu að setja það í orð, sem þig langar. Skrifaðu sögu. Er ekki erótíkin unaðsleg?
 
Farðu í kaf.
 
steina@spegill.is