Andvaka


Ég er vakandi bak við augnlokin. Sofna ekki. Ekki eftir þetta. Ég glotti og finn hjartað slá. Taugarnar leiða alla leið niður. Til þín, sem bara varst þar. Elskan, þú náðir mér alveg. Kannski í fyrsta. Svo bara bættirðu í. Ég næ engri fótfestu. Sokkin, fallin og dottin. Ég og allar hinar taugarnar. Þetta finnst þér gaman!
Það er allt sem ég sé er ég horfi. Allt sem ég finn er þú snertir. Komdu við mig. Horfðu á mig. Ég held ég sé að tapa vitinu. Eða veit ég núna allt? Komdu með þessar varir. Leggðu þær við mínar, leyfðu mér að loka fótleggjunum um mittið á þér. Komdu nær. Vertu hjá mér. Með mér.
 
Þú ert svo sætur í þessum gallabuxum. Ég finn mig titra, hvað er það? Þegar þú strýkur mér, sama hvar. Þá verð ég dofin en samt ekki. Finnurðu mig brosa? Er ég kyssi þig? Sérðu mig nötra, þegar þú labbar hjá. Veistu að ég finn af þér lyktina? Jafnvel í fjarska. Hefurðu grun um mig, eftir þig, er ég reyni að sofna? Og brosi út í eitt?
 
Manstu þegar við fengum tíma? Engu háð? Manstu þig, svona djúpt...ég get rifjað það upp. Gerum það aftur. Engill...ég segi það satt. Það er komin nótt. Og ég er að hugsa. Með húðinni og hjartanu. Taugunum til þín. Um það sem við eigum. Þig í mér. Og mig um þig. Kastaðu til mín björgunarhring. Ég tek andköf er hugurinn leitar þín. Var þetta svo til? Allan tímann?
 
Renndu fingrunum aftur á bak. Og losaðu smellu. Komdu svo og kysstu mig. Mjúkt og endalaust. Strjúktu mér um hjartað og vertu mildur. Ég veit ég er að springa. Finnurðu tifið? Komdu með, ástin. Þó ég vilji ekki segja það. Kannski seinna. Ástin mín. Heyrðirðu mig hvísla?
 
Svitnum saman. Eins og þarna um kvöldið. Eða var það nóttin? Ég veit ekki meir. Bara að það var paradís. Þegar ég drakk þig í mig. Bragð og lykt, því ég stenst ekki mátið. Af hverju ertu til? Fyrir mig? Elskan, ég er sólgin. Banhungruð, sem aldrei fyrr. Mettaðu mig. Lofaðu. Því ég held ég deyi.
 
Hvað með allt sem mig langar að segja? Þegar ég ligg andvaka og brosi með tilfinningunum. Heyrirðu mig hugsa? Ertu þarna? Komdu til mín í draumi. Ég held ég...segi þér það seinna. Ef þú ert tilbúinn að sökkva. Saman. Það segir allt sem segja þarf að anda þér að mér. Þú hlýtur að vita það. Þrýstu þér lengra, þú mátt eiga mig alla. Bara vertu, fyrir mig. Í mér. Elskan.
 
 
steina@spegill.is