Að koma saman


Dyrabjallan hringir. Það ert þú elskan. Komdu upp. Ég er búin að skipta um kerti í öllum stjökum og opna rauðvínið fyrir okkur. Á ganginum er ilmur af reykelsi. Mér finnst það notalegt á kvöldin. Í svona trúnaðarsamtal.
Fáum okkur sæti í stofunni. Ég sæki glös og tek með mér niðursneiddan ost og skinku í þunnum sneiðum. Ég sé þú hefur komið þér fyrir. Ert pínu lík mér með tærnar uppi í sófanum. Í gallabuxum. Ég vil einmitt að við látum fara vel um okkur. Þannig er best að spjalla. Fara vítt og breitt. Jafnvel fyrir neðan belti. Við skiljum hvor aðra. Kona við konu.
 
Hefurðu verið að hitta einhvern? Já, alveg rétt. Þennan með skeggrótina. Hvernig þolirðu það? Þoli það!? Segirðu og hlærð. Það er bara svo æsandi. Svo karlmannlegt.
 
Þér finnst gott að finna hana nuddast við varirnar. Skeggrótina. Það kveikir í þér. Svo er hann góður í kossum. Bæði blíður og harður. Mjúkar gælur og blíðir, blautir kossar eru velkomnir sem upphitun. Svo viltu að hann verði ágengari. Fari að langa til að borða þig. Taka þig inn. Finna af þér bragðið og ganga lengra.
 
Ég sæki flöskuna og helli aftur í glösin. Við fáum okkur ost. Og þú smakkar skinkuna. Sjúkleg, ekki satt? Manstu þegar þú spurðir mig: Hvernig ég færi að því að koma um leið og hann? Ég sagði þér að þú yrðir að hjálpa til. Við konur erum flestar svona takmarkaðar. Okkur finnst þetta gott. Að njóta samfara. En það er bara ekki nóg. Við þurfum að örva okkur, helst sjálfar.
 
Og karlmönnum finnst það sexý! Farðu á fjóra fætur, sagði ég við þig. Hleyptu honum inn að aftan. Þannig kemstu auðveldlega með höndina milli fóta þér. Getur sjálf hjálpað til, meðan hann gerir sitt. Slepptu þér aðeins. Vertu sexý. Ekki fara hjá þér. Og trúðu mér; hann fílar það.
 
Að horfa á rassinn á þér og sjá þig æsast. Svo finnur hann vöðvana herpast saman. Þegar þú nærð hámarkinu. Hann sér húð þína roðna og finnur þig titra, heyrir þig stynja.
 
Allt þetta er konfekt fyrir karlmanninn.
 
Og það æsir hann; hann herðir ferðina. Og þá verður tilfinningin enn öflugri. Ekki hætta! Hvíslarðu í miðri fullnægingu. Þrýstu þér svo á móti þegar þú finnur hann byrja að rykkjast til. Hann er að koma. Þegar hann stöðvar með hann inni ennþá, skaltu leggjast á magann og slaka á. Hann vill dvelja smástund svona. Og það er notalegt. Pínu rómantískt, þrátt fyrir svitann. Svo kyssir hann þig og strýkur hárið, pínu úfið, frá andliti þínu.
 
Vartu búin að reyna þessa aðferð? Spyr ég. Þú kinkar kolli og ég sé á glottinu að hún svínvirkaði. Gott hjá þér!
 
Skál elskan, fyrir konum sem vita hvað þær vilja og hvernig á að fá það. Setjum á smá tónlist. Eitt glas í viðbót?
 
steina@spegill.is