Bambus rokkar!


Það er þriðjudagskvöld, frekar napurt og kalt út þegar mér dettur í hug að skella mér út að borða. Nennti ekki að elda og konan þarf jú að borða.
 
Veitingastaðurinn Bambus varð fyrir valinu, eftir að ég hafði kynnt mér tilboðin sem eru í gangi á 2fyrir1.is. Hvers vegna að borga helmingi meira? 
Og þvílíkt val!
 
Þetta var í fyrsta skiptið sem ég fer út að borða á Bambus, en staðurinn er staðsettur við Borgartún 16 og sérhæfir sig í "asian cuisine and lounge".
 
Staðurinn er smart innréttaður og rúmgóður. Sem mér fannst frábært. Finnst fátt verra en litlar "borur", þegar ég fer út að borða. Þjónarnir tveir sem þjónuðu okkur til borðs voru meiriháttar! Fumlausir og faglegir án þess að vera tilgerðarlegir. Með allt á hreinu þegar kom að matseðlinum, en nærvera þeirra og viðmót var best.
 
Ég fékk mér Tom Ka súpu í forrétt - kókós, og kjúklingasúpa með fersku chili og heimalagaðri kryddblöndu. Skuggalega góð súpa! Grillað nauta- og kjúkingaspjót með kartöfluskífu og mangó sósu og mæli ég 150% með spjótunum. Bragðlaukarnir grenjuðu í bókstaflegri merkingu af eintómri hamingju. Grillaði þorskhnakkinn í sítrónugrasinu var einnig hreint afbragð. 
 
Það var greinilegt að hráefnið úr eldhúsinu allt er fyrsta flokks, og að kokkar staðarins búa yfir áralangri reynslu. 
 
 
Grillaður hátíðarkjúklingur með mangó og hrísgrjónum
 
 
Nauta- og kjúklingaspjót
 
Á matseðli: Grilluð nautaspjót, á kartöfluskífu og mangósósu
Grilluð kjúklingaspjót með sítrónugrasi, fersku mangó og agúrkusósu
 
 
Himneskur eftriréttur! Mangó kulfi turn, ís og sorbet með dularfullu "kexi í miðjunni - skuggalega gott
 
Heit súkkulaðikaka í bolla og vanilluís
- kakan bráðnaði í munni í bókstaflegari merkingu.
 
Takk fyrir mig!
 
Ég mæli tvímælalaust með Bambus veitingahúsi og fer klárlega þangað aftur. Ég var svo hress með þetta kvöld að ég knúsaði þjóninn í kveðjuskyni..., án gríns. 
 
Þú getur kynnt þér matseðilinn á Bambus með því að smella hér og svo loks skoðað tilboðin sem eru í gangi á 2fyrir1.is með því að smella á linkinn.