Fröken Arna - íslensk hönnun


Arna Björk Bjarnadóttir er ekki búin að vera lengi að hanna skart en áhuginn hefur verið til staðar frá því hún var ung stelpa.
 
Ekki fer á milli mála að miklir hæfileikar eru hér á ferð, ég spjallaði aðeins við Örnu út í hönnun hennar og fleira. 
 
Ætlaði sér að verða gullsmiður
 
"Ég t.d teiknaði kjóla og skart sem ég vildi búa til þegar ég yrði stór. Í 10.bekk valdi ég silfursmíði í valáfanga og þótt æðislega gaman. Ég ætlaði að verða gullsmiður og fór í Grunndeild málmiðna í framhaldskóla. En svo breyttust aðstæður og ég lærði viðskiptafræði. Það fag hefur ekki náð hug mínum alveg.
 
Árið 1997 fór ég og lærði að gera neglur og hef unnið sem naglafræingur allt síðan þá, bæði í hlutastarfi og í fullu starfi ásamt því sem ég rak eigin stofu um árabil. Það má segja að naglavinnan sé ákveðin list út af fyrir sig og hef ég unnið marga Íslandsmeistaratitla í þeim geira. Bæði fyrir "venjulegar" og fantasíu neglur."
 
 
Búin með nokkur námskeið í skartgripagerð og hannar aðallega úr allskyns perlum, leðri og öðru "blingi"
 
"Ég er búin að fara á nokkur námskeið í skartgripagerð, þar á meðal námskeið í silfursmíði í Tækniskólanum s.l haust. Það sem ég er að gera núna hef ég bara verið að gera síðan í febrúar og svo opnaði ég síðuna mína í framhaldi 18. mars sl., á Facebook."
 
Arna er aðallega að hanna armbönd, hálsmen og eyrnalokka úr allskyns perlum, leðri og öðru blingi eins og hún komst svo skemmtilega að orði. Hún hefur líka verið að skoða orkusteina og stefnir á að hafa gott úrval af skarti með náttúrulegum orkusteinum.
 
Að mati Örnu munu litir og aftur litir vera mikið inn í sumar og segir hún að litríkt skart eigi að fá að njóta sín og helst bera nóg af því.
 
 
Á sér nokkra uppáhaldshönnuðu og fílar leggings og hyrnuna sína
 
"Já, það eru nokkrir, Topi Di Pelo, Volcano design, Sign, Sigga og Timo, Sif Jakobs og Hendrikka Waage.
 
Leggings buxur sem ég á frá Topi Di Pelo, þær eru bæði rosalega flottar og ofsalega þæginlegar (enginn þröngur strengur) og þær koma hátt upp í mitti. Einnig er það Hyrnan mín frá Volcano, hún er svört og fjólublá úr ull og er alltaf svo flott og elegant"
 
 
Ef þú værir að fara í flotta veislu eða opnun, í hverju færir þú?
 
"Ætli ég myndi ekki velja einhvern fallegan og látlausan kjól og svo eitthvað skart frá mér. Mér finnst einfaldleikinn alltaf fallegur."  Segir þessi flotta stelpa að lokum. 
 
Fröken Arna er á Facebook, endilega smella hér. Eða hringja beint í síma 695-7411.
 
Njótið~