Hannar fallegar töskur úr roði og leðri


 
Elín Bjarnadóttir hannar fallegar töskur og vinnur hún aðallega með leður og fiskiroð og notar þá tvö ólík efni saman, sem gera hverja tösku alveg einstaka. Elín er eigandi Mar Design.
Vörur í hæsta gæðaflokki sem hægt er að breyta
 
"Ég vann áður sem fasteignasali hér heima og einnig við fasteignaráðgjöf erlendis, en stofnaði Mar design þegar markaðurinn fór að róast eða fyrir tveimur árum síðan.
 
"Þegar ég stofnaði Mar designs þá langaði mig að hanna vandaðar töskur og vera með öðruvísi og virkilega flotta hönnun. Töskur sem væri hægt að breyta og nýta á mismunandi hátt. Einsog taskan sem ég hannaði "þrjár í einni."
 
 
 
 "Ég legg mikla áherslu á að allt efni í töskunum sé í hæsta gæðaflokki og ég fylgi því framleiðslunni hér á Spáni vel eftir. Ég hef alltaf verið mikill fagurkeri og haft áhuga á flottri hönnun og fallegum hlutum."
 
 
 
Ég spurði Elínu hvort hún ætti sér einhverja uppáhalds flík.
 
"Já það er ilse Jacobsen regnkápa sem er flísfóðruð. Það er frábært að vera í henni þegar ég fer í göngutúra með hundinn minn hvort sem er rigning eða ekki."
 
En í hverju færi Elín ef hún ætlar að bregða sér eitthvað fínt út?
 
"Ég færi í svartan kjól með flottum aukahlutum til dæmis tösku frá Mar designs."
 segir hún að lokum.  
 
 
Töskurnar frá Mar designs eru seldar á eftirfarandi stöðum: Epal Leifsstöð, Epal Hörpunni, Reykjavík Crafts, Ilse Jacobsen, Garðatorgi, Tékk Kristall og á Hótel Sögu. 
 
Þær eru komnar í sölu víða erlendis og hefur Elín hafið markaðsherferð sína þar af fullum krafti. Einnig er von á mörgum nýjungum því borgar sig að fylgjast vel með. Hér er heimasíðan þeirra og svo er Mar designs að sjálfsögðu á facebook.
 
Ég persónulega elska þessar töskur og svo er svo gaman að bera fallega íslenska hönnun sem er ekki eins og allar.
 
Njótið~