Stórkostleg listakona frá New York


Lynne Margaret er listamaður, fædd og uppalin í Flushing, Queens í New York.
 
Lynne byrjaði að teikna og mála myndir sem barn og hélt því áfram til fullorðins aldurs. Hún segir það gott að hafa byrjað að teikna ung að árum. 
 
Mismunandi form af dansi hvatning til listsköpunar
 
"Eftir grunnskóla útskrifaðist ég úr framhaldsskóla með gráðu í myndlist frá Rutgers University, Mason Gross School of the Arts en hann er í New Brunswick í New Jersey. Ég hef einnig lokið við master í studio art programming og vann ég að því verkefni í New York, Feneyjum og Berlin í ágúst  árið 2012.
 
Ég er svo heppin að hafa bæði lært sjón- og hreyfilist-form og hef ég einblýnt á ballet, afrískan dans, stepp og djass í sköpun minni. En mismunandi form af dansi ásamt menningu hefur mikil áhrif á listsköpun mína og núna síðast aðallega latin, kínversk og indversk list. Tónlist og hreyfing." Segir Lynne.
 
 
 
Elskar New York þó það geti verið átakanlegt að búa þar
 
"Sköpun mín endurspeglar hugsanir, hreyfingu, hugmyndir, arkitektúr, umhverfið og hljóðin í kringum mig. Ég elska New York borg, hún er sú allra besta en einnig er hún ferlega erfið og það getur verið átakanlegt að búa hér.
 
Ég tek myndir af flest öllu sem er í kringum mig til að fá hugmyndir og innblástur. Ég elska að teikna, mála, dansa og hlusta á lifandi tónlist.
 
Nýlega hef ég einnig orðið ástfangin af Berlin, allri borginni og fólkinu. Ég er svo hamingjusöm að vera fara þangað aftur og halda áfram að læra meira og skapa í Þýskalandi. En í dag bý ég í Brooklyn og vinn í hverfum Manhattan, Brooklyn og Queens." 
 
 
Skemmtilegast að nota allan líkamann í verkin 
 
"Ég bý til teikningar og skúlptúra úr hlutum, sem dæmi eitthvað sem tilheyrir eldhúsinu eða jafnvel efni notað í byggingar og svo er ég nýbyrjuð  að vinna með þrívíddar myndir líka. Ég er afar hrifin af verki sem ég kalla "Subway Jacket" það er skemmtilegt verk og það talar og er með ljósnema.
 
Mér finnst skemmtilegast að vinna við verk þar sem ég get notað allan líkamann. Hugurinn á mér er alltaf á fullu þannig að ég gef mig alla þegar ég er að skapa."
 
 
Finnst að allir ættu að tjá sig á þann hátt sem hentar hverjum og einum
 
"Ég á mér mörg uppáhaldslistaverk. Sem dæmi; verkin eftir Arman, AR Penk, Marina Abramovich, Tania Bruguera, Bausch, Kathe Kollwitz, Vik Muniz, J.P, Asian art styles og street art- götu list. Einnig nefni ég Alice Neel og Egon Schiele.
  
Mér finnst að allir ættu að tjá sig á þann hátt sem hentar þeim, hvort sem er í gegnum list eða hvað sem er. Það er mikilvægt að fólk nýti sinn rétt til tjáningar og láti heyra í sér í gegnum hvaða form sem er,"  segir Lynne að lokum.
 
Á heimasíðu Lynne má skoða verkin hennar nánar og ná í  allar frekari upplýsingar eða í gegnum Facebook síðuna. 
 
Endilega kynnið ykkur nánar þessa hæfileikaríku listakonu.
 
Njótið ~