Sway Reykjavík


Davíð og Linda stofnuðu fyrirtækið Sway Reykjavík í desember 2012 sem er fyrsta Segway leiga í Reykjavík.
 
"Ég er lögfræðingur að mennt og starfa sem slíkur segir Davíð. En síðastliðið tæpt ár hef ég unnið að stofnun Sway Reykjavík í frítíma mínum ásamt Lindu. 
 
Linda starfaði áður við innflutning hjá fyrirtæki hér í bæ en er nú framkvæmdarstjóri félagsins og sér um daglegan reksturs auk þess að kenna hóptíma í líkamsræktarstöð."
"Auk okkar eiga Sigurjón P. Stefánsson, sölustjóri og Sigurlaug Sigurpálsdóttir, bókari félagið. Sigurlaug er jafnframt fjármálastjóri Sway Reykjavík. Við erum að bjóða upp á skemmtilega nýjung þar sem við förum með hópa í fylgd fararstjóra á Segway tækjunum um borgina.
 
Allir viðskiptavinir fá hjálma með innbyggðum heyrnatólum og geta því hlusta á fararstjórann á meðan útsýnisins er notið.  Hver ferð hefst á ítarlegri yfirferð á virkni og eiginleikum Segway PT - Öryggi viðskiptavina er ávallt í forgangi. Þegar svo allir þátttakendur eru búnir að ná tökum á tækinu er haldið af stað."
 
 
"Kennslan tekur venjulega um 15-20 mínútur. Segway PT tækin eru ætluð fólki sem er eldra en 14 ára, er 45-120kr og í lágmarks líkamlegu formi enda er líkaminn notaður til að stjórna tækinu. Börn yngri en 18 ára þurfa að koma í fylgd með forráðamanni.
 
Sway Reykjavík býður ekki upp á leigu á Segway PT tækjum án eftirlits starfsmanns.Sway Reykjavík býður einnig upp á sérferðir fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Hægt er að fara í ferðir utan skipulagðra tíma og leiða. Við bjóðum upp á ferðir í tengslum við steggjanir/gæsanir, afmæli, hópefli o.s frv.
 
Mögulegt er að leigja Segway PT tækin, til dæmis í samkomusal eða á bílaplan fyrirtækja undir öruggri leiðsögn starfsmanna Sway. Verð á sérferðum er breytilegt, eftir tíma og umfangi.
 
Sway Reykjavík er með svokallaða "Segway Authorized Tour" vottun frá Segway á norðurlöndunum og starfsmenn eru með Segway kennsluréttindi. Í henni felst að leiðirnar eru sérvaldar og farið er eftir öryggisreglum Segway til að tryggja örugga og skemmtilega ferð."
 
 
 
 
„Vinsælast hjá okkur eru ferðir sem taka um tvær klukkustundir með kennslu og sjá viðskiptavinirnir allt það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða. Við sjáum m.a Hörpu, Tjörnina, Nauthólsvík, Ægisíðuna og fleira.
 
Forsaga þess að Sway Reykjavík var stofnað er sú að Davíð fór í Segway ferð í Kaupmannahöfn síðasta sumar og þá var ekki aftur snúið enda gríðarlega skemmtilegur ferðamáti þar sem hægt að er að skoða mikið á skömmum tíma.“ Og látum við það vera lokaorðin. 
 
Til að komast í samband við Sway Reykjavík eða til að kynna ykkur starfsemina frekar, þá er heimasíðan hér og svo eru þau einnig á Facebook.
 
Þetta finnst mér frábært framtak og óska ég þeim innilega til hamingju með þetta flotta og sniðuga fyrirtæki. Kíkið á síðuna þeirra og pantið ykkur svo ferð. Hvað er meira skemmtilegra en að rúlla um á Seagway um okkar fallegu borg og ég tala nú ekki um ef að sólin skín. Njótið~