LeLeggings býður upp á sjúklega flottar og fjölbreyttar leggings


Þau Anna og Úlfur eru par sem búa í 101 Reykjavík.
 
„Ég hafði séð á netinu alls kyns mynstur og snið á leggings sem voru ekki víða í boði á Íslandi og þegar þessar leggings fengust í búðum þá voru þær yfirleitt heldur dýrari en þurfa þótti.
Eins svaraði það í flestum tilfellum ekki kostnaði að panta þessar buxur frá útlöndum þar sem sendingakostnaður og tollar sjá til þess að verðið verður yfirleitt það sama og að versla þær í búðum hér heima.“
 
Segir Anna sem er menntuð í fatahönnun og hefur hún hannað mikið í gegnum tíðina. Næsta skref er að skella sér BA nám í Fashion marketing í Barcelona.
 
Flott stelpa.
 
  

 
„Mig langaði að geta boðið upp á fjölbreyttari leggings á sanngjörnu verði. Þannig fæddist LeLeggings.
 
Kostnaður þess að reka vefverslun umfram hefðbundna verslun er að þannig losnum við við mikin kostnað sem fylgir því að reka búð, eins og t.d leigu og fleira. Þessi sparnaður skilar sér svo til baka í ódýrari verðum."
 
 
  
 
"LeLeggins selur vandaðar leggings, sokkabuxur og fleiri týpur af buxum á góðu verði. Mynstraðar leggings eru mjög heitar núna og einnig Harem buxur með abstrakt mynstri og blómamynstri. Léttar og víðar buxur eru málið í dag og auðvitað flottar leggings.“
 
Uppáhalds hönnuður?
 
Já það er hún Birta í Júniform, hún er uppáhalds íslenski hönnuðurinn minn. Betsey Johnson, Alexander McQueen og Marc Jacobs er í miklu uppáhaldi hjá mér líka.
 
Uppáhalds flíkin þín?
 
Það er æðisleg skikkja með ísaumuðum perlum og blúndum frá Andersen og Lauth sem ég fékk í gjöf frá mömmu. Hún er algjört spari.
 
Hvað finnst þér um íslenska hönnun?
 
Íslensk hönnun er á mjög góðri leið með að festa sér sess með þeim bestu á toppnum. Margir íslenskir hönnuðir eru svo djarfir og framandi þegar kemur að hönnun sem er mjög góður kostur.
 
Hvernig leggst framtíðin í ykkur?
 
Við erum mjög bjartsýn á framtíðina. Við ætlum að halda áfram að bjóða uppá góðar vörur á viðráðanlegum verðum.
 
LeLeggings er á Facebook  og einnig eru þau með vefsíðu. 
 
Þau Anna og Úlfur er með þetta á hreinu. Íslendingar vilja gæði á góðu verði og það ætla þau að bjóða uppá.
 
Kíkið á síðuna þeirra og sjáið úrvalið.
 
Njótið~