Sniálvsdóttir - hönnuður frá Færeyjum


Beinta Festirstein hannar undir merkinu Sniálvsdóttir.
 
"Ég er búin að vera að hanna síðan ég var smá stelpa að alast upp í Færeyjum. Það voru nefnilega ekki margar verslanir með tískufatnað þar á þeim tíma. Og ég hef alltaf haft dálæti á tískunni og dásamlegum efnum," segir hún. 


"Ég var svo heppin að eiga frænku sem var menntuð saumakona og bjó til dásamlega kjóla fyrir konurnar hérna í Tórshavn.
 
Þegar ég varð svo unglingur þá fór hún að sauma á mig eftir mínum teikningum, sem sagt minni hönnun.
 
Síðan fór ég til Bandaríkjanna og lærði þar allt sem viðkemur tísku og tískuvarningi. Seinna fór ég til Kaupmannahafnar og lærði þar textíl, almennan hönnun, teikningu, allt um liti og ég tók líka námskeið í að læra að sauma í."
 
 
"Ég stofnaði svo Sniálvsdóttir á síðasta ári og er núna að hanna prjónaklæðnað fyrir konur. Allt er handprjónað með mismunandi tækni og úr mismunandi efnum.
 
Ég er búin að hanna peysur, kjóla, blússur og allskyns toppa og er að plana margt í viðbót fyrir næsta vetur.
 
Ég nota náttúrulegt garn, ull, silki, lín og fleiri efni. Það er mér mjög mikilvægt að fötin sem ég hanna séu þæginleg og þæginleg viðkomu við húðina.
 
Ég elska hvernig prjónafatnaður lítur út á kvenmannslíkamanum. Svo getur þú notað sömu flíkina bæði á daginn og sem spariflík ef að þú ert að fara út að kvöldi til. Bara bæta við fallegum skartgripum eða belti."
 
Er möguleiki að koma til þín og óska eftir sérhannaðri flík?
 
"Það er möguleiki en upp að vissu marki. Ég hef gert kjóla fyrir sérstök tækifæri þar sem kúnninn vildi vera alveg viss um að hún væri í einstakri flík sem væri gullfalleg á henni og hún myndi bera vel.
 
Ég hanna einungis fáar flíkur í hverri línu. Svo það er ekki mikil hætta á að rekast á konu sem er eins klædd og þú.
 
Einnig er sumt sem ég hanna "one of a kind" og ástæðan fyrir því er að efnið sem ég hef notað er annað hvort mjög dýrt eða afar erfitt að fá keypt. Ég hvet alla sem hafa áhuga á hönnun minni að skoða Facebook síðuna mína." Segir þessi flotti hönnuður að lokum.
 
Hönnun hennar verður svo til sýnis og sölu á  tískuvikunni í Kaupmannahöfn 8. -11. ágúst 2013.
 
Hvet ykkur til að fara inn á Facebook síðuna hjá henni og skoða fleiri myndir í betri gæðum en sýnd eru hér. Frábær kona sem býr á þeim fallega stað, Færeyjum.
 
Njótið ~