Mimischka hannar einstaka muni


Hún heitir réttu nafni Myléne og frá Bayonne í Frakklandi.
 
Hún hannar einstaka muni, og engir tveir eru eins. Hún er 34 ára gömul.
 
"Ég kalla mig Mimischkä og ég hanna fallega fylgihluti. Ég er búin að vera að hanna í 5 ár en ég hef haft þetta í mér alveg síðan ég var lítil." Segir hún.
"Ég vann einu sinni við snyrtivörur og fleiru því tengdu en einn daginn fékk ég bara nóg og sagði stopp, hingað og ekki lengra. Mig langar að gera það sem mér finnst gaman og veitir mér hamingju. Þannig varð Mimischkä til. En hún er mjög ástríðufull og dreymin. Með smávegis af göldrum í sér.
 
Ég hanna skartgripi og fylgihluti í öllum stærðum og gerðum og til að geta selt sem flestum þá er ansi erfitt að festa sig í einum stíl."
 
 
Hún kallar þá stíla sem hún hannar; Rocabilly tattoo, retro style, gothic, russian dolls, bohemian romantic, mexican skulls, religiosities og fary tales.
 
"Ég vinn með mörg þemu en mitt uppáhalds er bohemian vegna þess að ég elska að blanda saman retro, mystery, magic, romance og universe rockabilly tatto vegna þess að ég elska heim húðflúra. Ég er húðflúruð dama."
 
 
Uppáhaldshönnuður og listamenn hennar eru: Natalie Shau  og Silvia Ji
En hún listaverk þeirra mikils. En hvað skildi henni finnast um Íslands?
 
"Fyrir mér er Ísland rólegt land en ég þekki ekki mikið til þess. Hinsvegar er ég mikill aðdáandi Bjarkar Guðmundsdóttur."
 
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér?
 
"Framtíðin er björt hjá mér. Er alltaf að fá fleiri og fleiri viðskiptavini. Áður seldi ég bara í gegnum netið en núna stefni ég að að selja á útihátíðum og fleiri viðburðum." Segir hún að lokum.
 
Endilega kíkið á heimasíðu þessa magnaða listamanns eða á Facebook síðu hennar. En  þar er hægt að sjá allt það nýjasta sem hún er að gera hverju sinni.
 
Ég persónulega er sjúk í skartið og allt sem hún er að hanna. Það er öðruvísi en það sem maður sér hjá öðrum.
 
Kíkið á síðuna hennar og fáið ykkur spes grip hannaðan af Mimisckä.

Njótið~