SKYRTA sérsaumar skyrtur eftir óskum hvers og eins


Leslie Steven Dcunha er annar af eigendum Skyrta.
 
Hann kemur frá Indlandi og hefur þar af leiðandi persónulegt samband við verksmiðjur og fólk sem er á hans vegum í gæðastjórnun á staðnum.


Hugmyndin kviknaði á Indlandi árið 2010
 
"Við hófum samstarf við fyrirtæki sem heitir Prowler en það er fyrirtæki sem er með verksmiðjur á Indlandi þar sem saumaður er fatnaður fyrir hönnuði og aðra sem óska eftir þjónustunni.
 
Hugmyndin að Skyrta vaknaði fyrst þegar ég fór til Indlands árið 2010 til að gifta mig. Með mér og eiginkonu minni komu rétt um 40 íslendingar til að vera viðstaddir athöfnina. Í hópnum voru margir sem vildu kaupa sér sérsniðin jakkaföt og skyrtur fyrir brúðkaupið og áður en þau komu til Indlands var ég búin að láta sníða fötin eftir óskum þeirra og samkvæmt máli.
 
Þar vaknaði fyrst þessi hugmynd að því að bjóða upp á þessa þjónustu á Íslandi. Að geta boðið upp á persónulegar skyrtur sem eru í raun hannaðar af viðskiptavininum sjálfum og sniðnar eftir hans máli."
 
 
 

Gæði þjónustunnar tryggð í öruggu ferli
 
"Við getum boðið öllum stærðum og gerðum af fólki upp á gæða skyrtur sniðnar að eigin óskum. Við bjóðum upp á verlulega fjölbreytt efnaval sem og litaval í mismunandi verðflokkum.
 
Þegar óskað er eftir skyrtu þá fer af stað ferli sem tryggir gæði þjónustunnar. Viðskiptavinurinn hefur samband við okkur og við mælum okkur mót. Mál er tekið af viðskiptavininum og hann velur sér snið, efni, lit og aðrar séróskir svo sem útsaum. Þá er skyrtan pöntuð og innan 3ja vikna hefur viðskiptavinurinn fengið skyrtu sem passar fullkomlega."
 
 
 
Bjartsýn á framhaldið
 
"Þetta er frekar ungt fyrirtæki og við höfum aðalega selt fyrirtækjum starfsmannaskyrtur. Fyrir fyrirtæki bjóðum við upp á staðlaðar skyrtur þar sem sniðið er það sama en liturinn og efnið getur verið mismunandi. Einnig er hægt að fá starfsmanaskyrtur sem eru úr sama efninu og litnum en sérsniðnar að máli hvers starfsmanns. Möguleikarnir eru endalausir og við sjáum um að allt sé mögulegt.
 
Við erum bjartsýn á að þessi þjónusta sé það sem koma skal. Það er fjöldinn allur af fólki sem á í erfiðleikum með staðlaðar skyrtur og hefur verið að leita að svona þjónustu. Þjónustan er fyrir alla og við mætum hvert á land sem er."
 
 
 
 
 
Hver kannast ekki við...?
 
Við erum að vinna í vefsíðu þar sem viðskiptavinurinn getur valið sér efni, lit og snið á síðunni og sett inn sín mál og fengið skyrtuna senda tilbúna heim til sín innan 3ja vikna.
 
Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum Facebook síðuna okkar  einnig vefsíðuna og erum við með netfangið myskyrta@skyrta.is og einnig er hægt að hringja í okkur í síma 853-6661," segir hann að lokum
 
Mér finnst þessi þjónusta svo mikil snilld að það hálfa væri nóg. Hver kannast ekki við að vera að leita sér að skyrtu, en ekkert passar? Núna er það mál leyst með þessari þjónustu.
 
Njótið ~