Goddess.is - kann að meta fallega hönnun og gæði


Hún heitir Anna Sæunn Ólafsdóttir og er 26 ára menntuð leikkona og kvikmyndagerðamaður. Hún byrjaði að flytja inn ódýran fatnað fyrir jólin 2011, sem hún seldi í framhaldi á Facebook.
 
"Ég stofnaði netverslunina Gyðjur og gersemar án þess að einu sinni hafa eina flík til að selja en ég byrjaði strax að safna fyrir fyrstu pöntuninni." Segir Anna Sæunn.
Alin upp í afdölum norðanlands
 
"Þetta var í fyrstu algert áhugamál með náminu mínu enda hafði ég ekki mikla reynslu af tískubransanum og vissi í sjálfu sér ekkert hvað ég var að fara út í nema af áhuga -þó ég hafi í raun aldrei sýnt tísku neinn sérstakan áhuga.
 
Ég er alin upp í afdölum norðanlands og get ekki sagt að ég hafi átt mikið af tískufatnaði í æsku en hef kannski lært að meta fallega hönnun og gæði í framhaldinu, en þangað til að ég hellti mér á fullt í þetta hefði ég ekki getað ímyndað mér að þessi bransi sem gjarnan er kenndur við hégóma og græðgi gæti verið svona heillandi og skapandi.

Ekki síst hversu gefandi það er að geta hjálpað fólki sem ekki hefur fundið sig í tískunni hér heima eða einfaldlega fær ekki á sig sínar stærðir í þeim stíl sem það óskar. Ég hef fengið ófá hrósin fyrir frumlegt vöruval og breitt úrval af stærðum. Ég er með stærðir frá small og uppí XXXXXL."
 
 
Hvaða vörur ertu með?
 
"Ég byrjaði að vera með Dare to wear línuna á þessu ári en hún hefur heldur betur slegið í gegn hérna heima enda með áherslu á stærri stærðir auk hinna minni og kemur í mjög skemmtilegum stíl og litum sem falla vel í kramið. Línan er innblásin af klæðnaði frá miðöldum, rómantíkinni, endurreisninni og einnig í gothic og bohem stíl en allt með nútímalegu ívafi og mikil litagleði í bland við klassíska svarta litinn sem kemur mjög skemmtilega út.
 
Það vantar klárlega upp á litagleði íslenskra kvenna og ekki er hægt að leggja minni áherslu á að lofa litunum að laumast með jafnvel í svartasta skammdeginu."
 
 
 
Ha, megrun hvað?
 
"Í haust verður græni liturinn áberandi í götutískunni ásamt klassískum mynstrum eins og leopard, houndstooth, stripes og fleira ásamt því að hermanna mynstrið kemur sterkt til leiks og hvítur líka. Peplum er ekki búið að vera sem er frábært því það er svo krúttlegt og rómantískt og felur bumbuna sem vel.
 
Ha, megrun hvað! Það er óþarfi að hella sér alveg út í svartan lit þó haustið nálgist og ekkert skemmtilegra en svolítið rómó snið og mynstur til að lífga upp á daginn.
 
Ég hef einnig verið með fallegu miðalda línuna frá Holy Clothing og hyggst halda áfram að eiga viðskipti við þá. Annars er ég í viðræðum við fleiri aðila og er að negla niður þessa dagana hvernig haustið á eftir að líta út en rómantík, retro, rockabilly og hlýjir litir munu alveg örugglega umvefja okkur með haustinu. Og ekki má gleyma bláa litnum, hann er bara svo fallegur og draumkenndur."
 
 

 
 
Nú ertu með frekar spes vörur ásamt því að vera með stór númer ekki satt?
 
"Jú, ég fæ föt upp í 5XL sem er oftast um stærð 28 eða 56. Það er þó misjafnt eftir línu og flík í hvaða stærðum ég fæ hana en ég reyni alltaf að vera með gott úrval í öllum stærðum svo allir geti fundið föt sem henta þeim og þeirra stíl hvort sem hann er einfaldur eða aðeins meira fríkaður. Sjálf er ég mikið fyrir að blanda öllu saman en legg mesta áherslu á þægindi. Það er mjög líkt mér að vera í íþróttabuxum við einhvern fínan topp t.d.

Mér finnst skemmtilegt að geta boðið upp á aðeins annað úrval en er í boði hérna heima í bland við götutískuna hverju sinni og að "týpurnar" fái að blómstra. Við erum í heildina alltof þröngsýn á götuklæðnað hérna heima og þurfum að vera miklu óhræddari að elta öðruvísi stíl og sjá hvað hentar í staðinn fyrir að apa allt eftir meinstríminu -þó það sé líka yfirleitt skemmtilegt."
 
 
 
 
Eitthvað eitthvað sem er "best seller" hjá þér?
 
"Hingað til hafa Dare to wear og Holy Clothing selst mjög vel og sérstaklega snið sem eru tekin saman í mittið sem er mikið gleðiefni því við þurfum óháð vaxtarlagi að lofa okkur að sýna mittið okkar meira. Það þarf ekki þar með að segjast að flíkin þurfi að vera níðþröng en sjálfri finnst mér gullin regla og sérstaklega ef konur vilja láta líta út fyrir að vera grennri að velja aldrei vítt bæði að ofan og neðan.
 
Vítt að ofan kallar á þrengra að neðan og öfugt. Þægindi og flottur stíll geta vel haldist í hendur, en ég hef líka verið með teygjanlegar bómullarbuxur sem sumar kalla bestu buxur í heimi en ég kalla þær Olgu og þessa buxur rjúka út eins og heitar lummur þegar ég fæ þær enda eru þær í stórum stærðum og teygjast vel og ná hátt upp í mittið sem er mikið atriði. Það er nefnilega löngu liðin tíð að vera með plömmerinn út í loftið og flassa nærbuxunum í nágrannann, enda er ekkert eins óþægilegt."
 
 
 
 
Hvernig eru verðin hjá þér?
 
"Svolítið persónuleg spurning...nei djók, ég vil meina að ég sé í ódýrari kanntinum og hef það alltaf bak við eyrað að reyna að verðleggja þannig að þeir sem hafa minna á milli handanna geti leyft sér að splæsa endrum og eins. Ég reyni að hafa alltaf ódýrari vörur með þeim sem eru hönnun úr vandaðri efnum svo allir geti verið með og eyði óhemju tíma í rannsóknarvinnu á verðum og gæðum frá þeim heildsölum sem ég versla af.
 
Við erum að setja í gang núna í sumar nýtt vildarkerfi sem gefur öllum möguleika á að safna upp inneign hjá okkur, hvort sem fólk er að kaupa fyrir lægri eða hærri upphæðir svo það græða allir."
 
 
 
 
Hvaðan koma vörurnar sem þú ert með?
 
Langmest frá Bandaríkjunum en ég er einnig að auka úrvalið frá Bretlandi og Evrópu núna í haust. Það er erfitt að flytja ekki inn með frá Asíu líka til að hafa á ódýra skalanum enda ríkjandi úrval frá þeim heimshluta. Ég leitast þó alltaf við að versla af aðilum með viðurkenndar framleiðslur þar sem barnaþrælkun líðst ekki.

Annars er mikill áhugi hjá mér að fara að taka líka meira af íslenskri hönnun inn enda eigum við aldeilis fjársjóði þar og það er eitthvað sem á vafalaust eftir að vera í boði í framtíðinni."
 
 
 
 
Ertu með margar verslanir eða netverslun?
 
"Ég er með allar vörur til sýnis á Facebook undir Gyðjur og gersemar netverslun en opnaði á þessu ári netverslunina einnig, en þar er hægt að versla allar vörur og ég sendi frítt um allt land.

Einnig er ég núna seinnipartinn í sumar að opna verslun í gömlu verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri og vonast til að hleypa smá lífi í tískuna hérna í bænum.
 
Norðlendingar og ferðalangar geta því komið við á auglýstum opnunartímum í haust og vetur og kíkt á vöruúrvalið í glerhýsinu í Sunnuhlíð. Systir mín og vinkonur munu sjá um afgreiðslu þar en sjálf er ég búsett í Kópavogi og verð mögulega með lítinn mátunarlager þar svo sunnan skvísur sem mestan móð hafa geti mátað. Annars minni ég fólk bara á fríu heimsendinguna og ekkert mál að skila og skipta og um að gera að hafa samband við okkur varðandi stærðir ef einhver vafi er á."
 
 
 
Ertu bjartsýn á framtíðina?
 
"Svo sannarlega! Þörfin fyrir fallegan klæðnað deyr aldrei og fátæktin verður aldrei það mikil að við þurfum ekki að lyfta okkur upp og gera eitthvað fyrir okkur annað slagið. Þetta er spurning um að læra að fara vel með peningana okkar og já auðvitað versla við réttu aðilana. Best er að senda okkur skilaboð á Facebook eða senda email á anna@goddess.is til að hafa samband."  Segir hún að lokum.
 
Ég dáist að þessari ungu konu. Þvílíkur hörku kvenskörungur sem hugsar út fyrir boxið. Það er svo frábært hvað það er til mikið af sniðugu fólki sem fer út í verslunarrekstur og hefur hag almennings til hliðsjónar og það er akkúrat það sem hún Anna Sæunn er að gera.
 
Njótið~