CD Carter - myndirnar sem hann málar birtast í draumum eða sýnum


Hann heitir CD Carter en vinir hans kalla hann Christopher. Hann ólst upp innan um mikið af listafóki í Savannah, GA í Bandaríkjunum.
 
"Ég er kallaður utangarðslistamaður því ég er ekkert menntaður í listum en ég valdi það að vera skapandi engu að síður."

Notar býflugnavax með litum í sköpun sinni
 
"Myndirnar sem ég mála koma til mín í draumun eða sýnum. Ég hef málað abstrakt, dýr, geometric hannanir og flest allt sem ég sé í mínum draumum.
 
Ég nota Encaustic málningu sem er býflugnavax með litum sem ég bæti saman við. Ég þarf að bræða það og blanda og ég verð að nota það helst eins og skot því annars harðnar efnið og verður ónothæft.
 
Til að nota þetta efni þá þarftu að setja nokkur lög af vaxi og bæta svo alltaf ofan á . Síðan þarftu að hita það aftur með torch eða hitabyssu, þannig að öll lögin blandist saman. Eins og hægt er að ímynda sér að þá er þetta afar erfitt því það er ekki auðvelt að stjórna vaxinu þegar það er hitað upp aftur. Ég nota einnig olíumálningu með í sum verkin."
 
Heillaðist af Sykurmolunum, Sigur Rós, Mugison, Hjaltalín og fleiri.
 
"Mitt uppáhalds verk gerði ég í sambandi við geðheilsu og ég kallaði það einfaldlega "Bipolar". Þetta verk gerði ég vegna þess að stundum þá líður mér eins og ég sé bipolar og fæ "manic" köst.
 
Ísland hefur verið partur af mínu lífi síðan ég var lítill strákur í grunnskóla. Ég var alveg heillaður af landslaginu og eldfjöllunum. Ég lærði allt sem ég gat um Ísland og meira að segja bjó ég til íslensk eldfjöll í vísindatímum í skólanum.
 
Ég var heillaður af þeirri hugmynd að sjór frá ströndum í mínum heimabæ væri hluti af Íslandi með öllum sínum jarðfræðilegum undrum.
 
Ég man eftir því þegar ég var að segja foreldrum mínum frá því að mig langaði svo að fara og sjá svarta sandströnd eftir að ég las um þær. Eftir því sem ég varð eldri þá var það tónlistin sem heillaði mjög. Þið erum með alveg meiriháttar lista- og tónlistarfólk.
 
Fyrst voru það Sykurmolarnir sem ég kynntist og það leiddi til Sigur Rós, Mugison, Hjaltalín og fleiri.
 
Ísland er á mínum lista yfir staði til að heimsækja og hefur verið það síðan ég var krakki.
 
Uppáhalds listamaður?
 
"Sá sem ég lít hvað mest upp til er Howard Finster sem er einnig utangarðslistamaður og er frá mínu fylki Georgia í Bandaríkjunum. Hann byrjaði mjög seint að skapa sína list en á stuttum tíma var hann komin með stórt safn af mismunandi verkum, svo sem málverkum, skúlptúrum, verkum úr járni og fleira.
 
Ég vona að þetta hafi ekki verið of langt hjá mér því ég gæti haldið áfram að segja frá því sem ég veit um Ísland, en ákvað að láta þetta gott heita í bili." Segir hann að lokum.
 
Það er best að ná í listamanninn í gegnum tölvupósti: cdcarterart@gmail.com einnig heldur hann úti heimasíðu og Facebook síðu.

Já, hann CD Carter heillaði mig þegar ég sá fyrst hans verk og ég vona að ykkur líki við hann einnig.
 
Kíkið á flott listaverk og njótið~