HSS handverk - fallegar prjónavörur


Hún Helena Sjöfn Steindórsdóttir er konan á bak við Hss Handverk.
 
Og þetta er kona sem kann sko að bjarga sér. Hún hefur verið frá vinnumarkaði vegna veikinda og byrjaði þá að prjóna til að auka tekjurnar sínar.
Hvers vegna lopi?
 
"Lopinn hefur alltaf verið hluti af mér. Ég var ekki há í loftinu þegar ég sat hjá mömmu og vatt upp lopa fyrir hana og hún prjónaði mikið fyrir verksmiðjuna Gefjun sem var og hét á Akureyri.
 
Prjónarnir hafa aldrei verið langt frá mér í gegnum tíðina. Ég held mikið upp á lopann, hann er mjög misjafn og meðfærilegur og gaman að móta hann. Ég nota aðallega plötulopann og þá aðallega tvöfaldan, en í barnapeysur og pils nota ég líka léttlopann.
 
Ég prjóna mikið peysur því þær eru alltaf vinsælar, bæði á fullorðna og börn. Einnig er ég með húfur, poncho og pils. Einnig prjóna ég það sem ég er beðin um þannig að það er hægt að koma með séróskir til mín.
 
Peysurnar mínar eru alltaf vinsælastar en pilsin eru að koma sterkt inn. Fallegt pilst yfir leggings eða þunnar buxur er virkilega smart og hlýtt og ekki veitir af þar sem sólin sýnir sig nú ekki mikið og ég tala nú ekki um á veturna."
 
 
 
 
Hvað finnst þér um íslenska hönnun?
 
"Íslensk hönnun er virkilega flott. Við eigum mikið af frábæru handverksfólki en mér finnst bara vanta að gera hana meira sjáanlega.
 
Ég velti reyndar ekki mikið fyrir mér hvað er að gerast út í heimi. Ég held mig við Ísland. Það er svo mikið til af frábærum hönnuðum af lopapeysumynstrum. Ég hef keypt mikið af Prjónasmiðju Tínu. Hún er virkilega flottur hönnuður.
 
Ég hef ekki farið sjálf út í að hanna en er að byrja að fikra mig áfram. Það mun kona því kollurinn er fullur að hugmyndum. Ég er með handverkssíðu á Facebook og tek ég við pöntunum í gegnum hana.
 
Fólk hefur verið duglegt að hafa samband við mig með allskyns óskir og sérpantanir og það er virkilega gaman að fá þannig óskir. Eins kemur fólk í kaffi til mín og skoðar hjá mér peysur til að fá hugmyndir af þeirri peysu sem þeim langar að ég prjóni fyrir viðkomandi."
 
 
 
 
Ertu bjartsýn á framtíðína?
 
"Já ég er bjartsýn á framtíðina. Lopinn er og verður alltaf. Falleg lopapeysa er alltaf flott gjöf við öll tækifæri og allir íslendingar ættu að eiga góða fallega lopapeysu." Segir hún að lokum.
 
Já við eigum svo sannarlega flotta konu hér. Hún gerir afar fallegar peysur og ég er heilluð. Kíkið á snilldar ljósmyndir með þessum pistli.
 
Njótið ~
 
 
 
 
 
 
anna@spegill.is