Dekurbarinn - Laufey


Hún Laufey Árnadóttir er fædd árið 1990 og ólst upp fyrstu árin á Grundarfirði en flytur síðan til Hafnarfjarðar þar sem hún býr enn og nú með kærastanum sínum honum Þorsteini Daða.
Ákvað að opna sína eigin stofu eftir að samningstímanum lauk
 
"Ég var í svolítinn tíma að átta mig á því hvað ég vildi verða þegar ég yrði "stór" svo ég byrjaði á því að fara í Hússtjórnunarskólann í Reykjavík. Að því loknu fór ég í Flensborg og tók nokkrar annir þar til undirbúnings fyrir snyrtifræði. Á sama tíma tók ég meirapróf og vann sumarið 2010 sem vöruflutningabílstjóri í Noregi. Já talandi um stefnubreytingu.

Ég útskrifast síðan frá Snyrtiakademíunni í mars 2012. Ég tók alþjóðlegu CIDESCO réttindin í janúar 2012. Fer því næst á samning á Snyrtistofunni Lipurtá í Hafnarfirði og kláraði sveinsprófið í janúar 2013.

Eftir að samningstíma lauk hjá Lipurtá ákvað ég að opna mína eigin stofu. Ég fékk frábæra reynslu hjá þeim á Lipurtá og hefur hún nýst mér afar vel. Mér fannst þó alveg vanta þjónustu fyrir útivinnandi fólk, með heimili og börn sem á ekki auðvelt með að mæta á venjulegum opnunartíma. Því ákvað ég að hafa kvöldopnunartíma á minni stofu.

Opnunartíminn er frá 18:30-22:00 frá mánudegi til fimmtudags og svo breytilegur opnunartími um helgar. Stofan mín er staðsett í Hlíðarsmára 9 í Kópavogi.

Ég hef fengið mjög svo góð viðbrögð við þessum opnunartímum hjá mér. Fólk getur þannig mætt í dekur eftir vinnu eða jafnvel kvöldmat og farið svo heim og slakað á. Viðskiptavinir geta pantað tíma annarsvegar í gegnum síma (847 6608) þá á Facebook. 

Markmið mitt er að bjóða upp á fagmannlega og góða þjónustu á sanngjörnu verði. Snyrtivörulínan sem ég býð upp á er frönsk og heitir Gatineau og svo eru allar naglavörur frá OPI."
 
 
 
Ertu búin að vera lengi með stofuna þína?
 
"Ég opnaði Dekurbarinn formlega 11.maí 2013 en Dekurbarinn hefur verið starfræktur í eitt ár."
 
Hvaða meðferðir býður þú upp á ?
 
"Allskonar! Ég býð upp á allar helstu meðferðir. Andlitsmeðferðir t.d húðhreinsun og andlitsbað, vaxmeðferðir, nuddmeðferðir t.d slökunarnudd og heitsteinanudd og svo fótsnyrtingu."
 
Hvað er vinsælast?
 
"Í snyrtimeðferðum er litun og plokkun alltaf vinsæl en það er samt allur gangur á því. Þetta fylgir árshátíðunum svolítið. Í dekri er heitsteinanudd og andlitsmeðferðirirnar alltaf vinsælar. Gjafabréf í slíkar meðferðir eru vinsæl gjöf."
 
 
 
Ertu með marga fasta viðskiptavini?
 
"Já, það er að myndast skemmtilegur hópur sem fer hratt stækkandi."
 
Er eitthvað sem þú mælir sérstaklega með fyrir konur á fertugsaldri?
 
"Mikilvægt er að allar konur hreinsi húðina bæði kvölds og morgna og beri á sig viðeigandi andlitskrem. Einnig er mikilvægt fyrir konur að djúphreinsa húð og bera á sig maska a.m.k einu sinni í viku.
 
Konur sem eru komnar á fertugsaldurinn hefðu eftil vill áhuga á að kanna serum-meðferðir sem hleypa raka í húðina og slétta hana og jafnvel draga úr fitu. Árangurinn er virkilega skemmtilegur og það á stuttum tíma."
 
 
 
 
Ertu með einhver tilboð í gangi?

"Ég legg áherslu á að bjóða reglulega upp á ný og áhugaverð tilboð. Nú er til dæmis í boði gott tilboð á litun og plokkun, bæði á augabrúnir og augnhár. Verðir er 3.000kr og verður það tilboð virkt fram að verslunarmannahelgi."
 
Hvaða skoðun hefur þú á íslenskri hönnun í dag?
 
"Mér finnst íslensk hönnun ótrúlega skemmtileg og áhugaverð. Ég er alltaf að leita að einhverju sem myndi passa vel á stofuna en úrvalið er eiginlega of mikið."
 
Ertu bjartsýn á framtíðina?
 
"Ég er mjög bjartsýn á framtíðina! Snyrtistofan og það sem ég býð upp á hefur fengið afar góðar viðtökur og aðsóknin hefur verið mjög góð og er vaxandi.
Flott ung kona sem lét sinn draum rætast og opnaði snyrtistofu."
 
Tékkið á henni á Facebook.
 
Njótið~