Velvetorium


Hún heitir Ruth Gillespie og er frá Skotlandi. Hún byrjaði að hanna árið 2011 en stofnaði fyrirtækið sitt ekki fyrr en í mars árið 2013.
 
"Á þessum tímapunkti í mínu lífi fannst mér að þar sem móðir mín hafði látist árið á undan þá var eins og ég hefði grafið sköpunargleði mína undir öllu tilfinningaflóðinu sem fylgir því að missa móður sína og mér leið eins og ég væri ekki ég sjálf því." Segir hún.
 
 
"Ég var vön að mála og teikna reglulega áður en þetta gerðist. Hægt og rólega fór ég að finna aftur fyrir löngun til þess að skapa þegar ég byrjaði að hanna skartgripi sem var eitthvað afar framandi fyrir mig.
 
Þegar hugur minn var alltaf að fyllast af hugmyndum þá var stíflan sem ég hafði lent í sköpunarlega séð farin og það fylltist allt af frábærum hugmyndum í kollinum á mér.
 
Og til að detta ekki aftur í sama farið sköpunarlega séð og missa fókus að þá gróf ég mig í vinnu og skipulagningu með fullt af nýjum hugmyndum af hlutum sem mig langaði að hanna."
 
 
 
Hvað ertu aðallega að hanna?
 
"Í dag er ég að hanna allavega skartgripi þar sem ég nota allskyns efni eins og td. blúndur, fallega steina, tékkneskt gler, Swarovski kristal, Resin og margt fleira. Ég hef löngun í að fara einnig út í að hanna fatnað og jafnvel hluti fyrir heimilið og ég er meira að segja komin með hugmyndir fyrir þá hönnun. En það er eitthvað sem ég er með á framtíðarplaninu."
 
Hvaðan koma þínar hugmyndir?
 
"Tónlist er frábær leið til að koma sér í margskonar stuð og hugurinn reikar með og það finnst mér besta leiðin til að fá mínar hugmyndir. Ég hlusta á tiltekið lag og finn hvernig það lætur mér líða og hvaða myndir fara að fylla hugann.
 
Ég nota einnig náttúruna, sögu og ævintýri, fallegt landslag, hundrað ára gamlar hannanir og margt fleira sem gefur mér einnig margar góðar hugmyndir. Mér líkar best að hanna skartgripi sem ég myndi persónulega nota sjálf en hef ekki séð neins staðar annarsstaðar."
 

 
 
Áttu uppáhaldshönnun eftir þig sjálfa?
 
"Ég held að hálsmenin sem ég kalla "potion bottle" séu mín uppáhalds. Því þau eru svo mismunandi og flest allir geta fundið eitt sem þeim líkar og hentar þeirra týpu. Það eru allavega týpur sem líkar við þessi litlu flöskuhálsmen."
 
Hvað veistu um íslenska hönnun?
 
"Þar sem landslagið ykkar á Íslandi er svo fallegt og magnað og einstakt og þeir hönnuðir sem þið eigið sem notfæra sér kraft ykkar náttúru hljóta að vera með alveg einstaka og fallega hönnun. En því miður þá þekki ég engan íslenskan hönnuð né veit nokkuð um þá en ég myndi vilja breyta því."
 
Hlakkar þig til framtíðarinnar?
 
"Búðin mín er ekki nema 4ja mánaða gömul en ég hef unnið mikið og fórnað miklum tíma í hana og ég sé að það er loksins að borga sig til baka hægt og rólega. Ég held ég hafi eitthvað handa öllum í minni verslun og ég hlakka til að verða þekktari sem hönnuður.

Ég elska að geta boðið fólki upp á óvenjulega hluti sem ég veit að þau munu njóta að bera. Kúnna hópurinn minn er frekar sérstakur og ég er spennt fyrir því að geta í raun kynnt fólk með sömu áhugamál."
 
Velvetorium er á Facebook og ég mæli sterklega með að þið öll kíkið á þessa hönnun. Einnig er hún með heimasíðu.
 
Ég féll í stafi þegar ég sá það sem hún Ruth hannar.
 
Njótið~