Tækifæri íslendinga felast í frumkvæði og sköpun


Gunnar Andri frumkvöðull, viðskipta- og söluráðgjafi var valinn í hóp sérfræðinga sem lögðu til efni í bókina "Against the Grain", ásamt hinum heimsþekkta fyrirlesara Brian Tracy sem hefur sérhæft sig í viðskiptaþróun og er margfaldur metsöluhöfundur.
 
Skemmst er frá því að segja að Gunnar Andri fékk sérstaka viðurkenningu útgefenda fyrir sitt framlag til bókarinnar, en kaflinn, ber heitið; “When the Eruption Starts, Location is Everything.”
Bókin kom út 5. september sl. og er gaman að segja frá því að bókin skaust strax upp á metsölulista Amazon í alls fimm flokkum. Geri aðrir betur.
 
Ég sló á þráðinn til Gunnars Andra og spurði hann út í þetta stórkostlega ævintýri.
 
"Þetta var og er auðvitað alveg magnað," segir Gunnar Andri. "Ég er nú samt alveg með báðar fætur á jörðinni," bætir hann við.
 
 
Gunnar Andri ásamt unnustu sinni Línu Birgittu, á verðlaunaafhendingunni
 
 
Hvernig var þér tekið?
 
"Alveg hreint ótrúlega vel. Það kom mér á óvart hversu margir voru vel upplýstir um land og þjóð. Þá kom sér vel að vera sjálfur vel upplýstur, þar sem spurningunum rigndi yfir mig þegar fólk vissi að ég væri frá Íslandi.
 
Einnig sýndu margir því áhuga á að koma til Íslands, einsog t.d. Jack Canfield en hann er búin að selja yfir 500 milljónir bóka um allan heim og er einn af höfundum The Secret.
 
Tom Hawkins var einnig mjög áhugasamur um að koma hingað til lands, en hann skrifaði bókina: Listin að selja og var honum vel kunnugt um að sú bók hefði selst vel á Íslandi. Það var bara almennur áhugi fyrir Íslandi." Segir Gunnar Andri.
 
 
Í viðtali eftir verðlaunaafhendinguna
 
Nú hefur þú hjálpað einstaklingum og fyrirtækjum á Íslandi við að ná hámarks árangri í sölu og sölumarkmiðum frá árinu 1997 og ert enn að, hverju þakkar þú þessa áralöngu velgengni?
 
"Ég er nú svo lánsamur að ég fæ til mín sömu fyrirtækin aftur og aftur, en það segir kannski eitthvað að mitt helsta mottó í lífinu er; „Sameiginlegt markmið okkar er að þér gangi vel“. Það hefur einfaldlega skilað sér.
 
Ég vinn nú samt að því að auka umsvif mín á alþjóðlegum vettvangi með aðstoð internetsins. En ég sótti alveg meiriháttar námskeið erlendis, sem ég hyggst nýta mér til að miðla áfram til íslendinga, en næsta námskeið verður haldið í nóvember," segir Gunnar Andri.
 
 
Gunnar Andri með verðlaunagripinn
 
 
Telur þú okkur íslendinga hafa eitthvað út í "hinn stóra heim" að gera?
 
"Já, algjörlega. Ég var svolítið hissa á hvað vel við erum kynnt á erlendri grund. Ég fór varla inn á veitingastað án þess að undir borðum væru spilað Of Monsters of Men, eða þá að Lazytown var í sjónvarpinu.
 
Ég fann einnig fyrir mikilli virðingu fólks í garð Ólafs Ragnars forseta Íslands, menn lýstu almennt yfir skoðun sinni á hvað hann stæði fast á sínu og virtist mjög hrifið af honum."
 
 
 
 

 
Í hverju felast tækifæri okkar íslendinga að þínu mati?
 
"Við eigum að ýta undir listsköpun, við eigum frábært skapandi fólk sem við ættum að styðja betur við bakið á, en þar liggja helstu verðmætin og tækifærin í framtíðinni að mínu mati.
 
Hvert sem litið er eigum við frábært og hæfileikaríkt fólk sem hefur skapað sér nafn á erlendri grund. Tónlistarfólk, rithöfundar, hönnuðir, kvikmyndaframleiðendur og svo mætti áfram telja.
 
Í fólkinu sjálfu liggur helsta auðlind okkar," segir Gunnar Andri bjartsýnn á framtíðina að lokum.
 
Markmið Gunnars Andri er að hjálpa eins mörgum og mögulegt er, um allan heim og á öllum sviðum á bæði faglegan og persónulegan hátt.
 
Gunnar heldur bæði úti íslenskri og erlendri heimasíðu.