Konan á bakvið Glerást


Hún heitir Guðrún Kristjánsdóttir og ég er 36 ára. Hún er svo gæfusöm að eiga þrjú yndisleg börn sem eru hennar gimsteinar: Unnar Már 16 ára, Einar Hákon 12 ára og Silja Maren 10 ára.
 
Eiginmaður hennar heitir Jón Helgason og stjúpdóttir Auði Árný.
 
Gefum henni orðið: 
 
"Ég starfa sem dagmóðir og hef gert það síðustu 11 árin. Ég er fædd og uppalin hér í Eyjafjarðarsveit á bænum Fellshlíð. Eftir grunnskóla flutti ég í bæinn réttara sagt á Akureyri og hef verið hér síðan, enda mundi ég hvergi annarstaðar vilja búa."
 
 
 
 
"Það er alltaf nóg að gera á mínu heimili, það vantar ekki. Aðal áhugamál mitt fyrir utan glerið mitt er husky hunda sportið enda á ég 3 stykki. Þau Tító Töru og Theu. Ég mundi ekki vilja án þeirra vera þau setja svo sannarlega lit í líf okkar hér á bæ."
 
 
 
 
"Ég byrjaði fyrir tæpu ári síðan að vinna í gleri. Þá var það fyrir mömmu, hún var búin að vera með í bakinu svo ég fór að hjálpa henni að gera hlutina sem hún er að selja í Álfagallerýinu í sveitinni. Sem hún er með ásamt Gerðu í Teigi og fleiri yndislegum konum. Upp úr því spruttu allskonar hugmyndir af allskonar hjörtum. Reyndar á mamma mín hugmyndina af kertahjartanu sem ég síðan framkvæmdi."
 
 
 
 
"Ég fæ mjög oft hugmyndir í kollinn sem ég reyni síðan að útfæra. Það er mjög gaman þegar fólk hefur samband við mig með séróskir og vilja breyta þessu eða hinu og skapa sér eitthvað nýtt. Eða hafa alveg nýja hugmynd sem þau vilja að ég geri fyrir þau."
 
 
 
 
"Ég er aðallega í að hanna allskonar hjörtu. Stór hjörtu, lítil hjörtu, áletruð hjörtu, kertahjörtu kurlhjörtu, lampa, platta, minningarbakka og bara allt sem mér dettur í hug reyni ég að prófa."
 
 
 
 
"Ég vinn mest hér heima við, en stærri hluti og að brjóta gler í hjörtun, já allt gler er handbrotið og þar kemur maðurinn minn sterkur inn. Við brjótum glerið í vinnuaðstöðunni í Álfagallerýinu í sveitinni í Eyjafjarðarsveit."
 
 
 
 
 
Hér getur að líta aðeins örlítið sýnishorn af því sem þessi frábæra listakona hefur upp á að bjóða og hvet ég ykkur til að skoða Facebook síðu til að sjá úrvalið, panta eða senda fyrirspurnir. 
 
 
 
 Guðrún Kristjánsdóttir ásamt husky hundunum sínum sem eru eitt af hennar aðal áhugamálum sem og glerið auðvitað