Hann er lítill og skeggjaður og elskar íslenska tónlist!


Litli, skeggjaði og og stöku sinnum háværi maðurinn hann Tiernan Douieb hefur lengi verið einn af bestu uppistöndurunum sem hægt er að fá og sjá, amk. pr. sentimetra. 
 
Á síðustu árum hefur hann ferðast um allan heiminn með uppistandið sitt, sem er allt í senn kjánalegt, pólitískt og fullt af orðaleikjum. Tiernan stýrir grínklúbbnum "Comedy Club 4 Kids".

Hann skrifar líka á Twitter af "þráhyggju" eins og hann orðar það sjálfur og ekki án árangurs því Guardian nefndi hann meðal 50 áhugaverðustu Twitter pennunum.
Tiernan Douieb er á leið hingað til lands í annað skiptið. Í fyrra skiptið kom hann hingað í viku frí, þar sem hann tók hinn týpíska "Gullna hring", en ásamt því fór hann í fleirri skipulagðar ferðir. Hann varð svo hrifinn af landi og þjóð að hann er á leið hingað aftur, í þeim erindagjörðum að skemmta okkur í þetta skiptið.
 
Hann heillaðist gjörsamlega við komu sína hingað og finnst landið okkar stórkostlegt, þrátt fyrir mikil umskipti í veðri á fimm mínútuna fresti, einsog hann segir sjálfur.
 
Douieb er einnig á því að við gerum margt betur en Bretar og nefnir sem dæmi að við eigum grínista sem borgarstjóra sem sýni að við tökum gamanleik alvarlega, sem sé afar hughreystandi fólk einsog hann sjálfan, eða þannig sko.
 
 
Hversu lengi hefur þú komið fram sem uppistandari?
 
"Ég hef fengist við þetta í yfir tíu ár, en ég byrjaði í Bretlandi, þar sem ég stundaði ná við dramaleiklist í háskóla þarlendis, en gamanleikur var eitt af kúrsunum. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að ég naut gamanleiksins mun betur en leiklistarinnar sjálfrar, þannig að ég ákvað að fara þá leið með feril minn og sé ekki eftir því.
 
Á síðustu árum hef ég komið fram í öllum stærstu klúbbum Bretlands, hef komið fram í sjónvarpi og einnig hef ég komið fram víðsvegar um heim og af norðurlöndunum,  sem dæmi: í Noregi, Finnlandi, Danmörku og fleiri löndum. Ég viðurkenni fúslega að ég er virkilega spenntur að koma loks til Íslands að skemmta í fyrsta sinn!"
 
 
Hvernig líst þér á íslenska listamenn, þekkir þú til einhverra þeirra?
 
"Ég hef séð Of Monsters and Men í London og ég elska þau! Ég hef einnig séð Björk og Sigur Ros margoft og einnig hef ég hitt Ólaf Arnalds nokkrum sinnum. Ég er mikill aðdáandi íslenskrar tónlistar."
 
 
Af hverju heldur þú að íslensku tónlistarfólki vegni svona vel á erlendri grund, sem raun er?
 
"Ég trúi því að það sé einfaldlega af því að þið eruð svo fámenn, þið komist upp með vera með mjög mikil læti án þess að fá kvartanir, sem þýðir einfaldlega að þið getuð ÆFT ykkar tónlist mjög vel!" Segir hann að lokum.
 
Miða í forsölu má nálgast með því að smella hér, og hér ef þið viljið fylgjast með Facebook síðu kappans. Allar nánari upplýsingar um uppistönd sem fram undan eru má fá á vef: uppistand.is -en nóvember verður þéttur! 
 
Ásamt Tiernan mun uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson, sem komið hefur fram á 4 tungumálum í 8 löndum, auk eins af nýjustu og efnilegustu uppistöndurum Tilraunauppistandanna sem haldin hafa verið á BAR 11 í ár.
 
 
Uppistöndin með þessum snillingum verða sem hér segir: 

06.11.13 - miðvikudagur 21:30  -  Bar 11 (Comedy klúbburinn) 
07.11.13 - fimmtudagur 21:30 -  Bar 11 (Comedy klúbburinn)  
08.11.13 - föstudagur 22:00 - Gamla Kaupfélagið (Akranesi)  
09.11.13 - laugardagur 22:00 -  Frón (Selfossi) 
 
 
Miðaverði er still í hóf, aðeins krónur 2000 og rennur helmingur af öllum seldum miðum til Barnaspítala Hringsins. 
 
Og loks smá "bútur" til að koma ykkur í stemminguna: