KB design er gullfallegt skart fyrir allar konur


Kristín Bridde er gift 2ja barna móðir. Hún er á 3. ári í Háskóla Íslands og nemur þar; listfræði ásamt félagsfræði.
 
Hún hannar gullfallegt skart sem hentar konum á öllum aldri. Við slógum á þráðinn til hennar. 
 
Hvað ertu aðallega að hanna?
 
"Er að gera armbönd og hálsmen úr hinum ýmsu tegundum af perlum, einnig er ég að selja swarovski kúlueyrnalokk sem hafa verið rosalega vinsælir og hægt að kaupa t.d. armband og eyrnalokka í stíl."
 
Hvaða efni ertu aðallega að nota í þína hönnun?
 
"Ég er að nota hinar ýmsu tegundir af perlum, t.d stein, gler, kristal, hraun, viðarperlur, semilíukúlur og fleira."
 
Ertu að finna fyrir mikilli aukningu á sölu þegar jólin byrja að nálgast?
 
"Já það verður yfirleitt aukin eftirspurn fyrir jólahátíðina þar sem skartið er alveg ekta í pakkana og á rosalega flottu verði."
 
 
 
Íslensk hönnun í dag, hvað finnst þér um hana?
 
"Íslensk hönnun er alveg í uppáhaldi hjá mér, margir flottir hönnuðir að gera flotta hluti. Mér finnst voða gaman að versla mér eitthvað íslenskt."
 
Áttu uppáhalds flík sem þú átt erfitt með að láta af hendi?
 
"Mér þykir voðalega vænt um loðkraga sem eiginmaðurinn minn gaf mér síðustu jól, finnst hann algjört æði og mundi ég aldrei tíma að láta hann af hendi."
 
Hvernig leggst framtíðin í þig?
 
"Framtíðin leggst vel í mig, ég er frekar bjartsýn að eðlisfari og er alltaf til í að prófa nýja hluti. KB design átti bara að vera eitthvað smá dúllerí meðan ég var í fæðingarorlofi með eldri strákinum mínum en síðan eru liðin 3.ár og ég er enn að svo það eru bara spennandi tímar framundan." Segir hún að lokum. 
 
Til að fá nánari upplýsingar og panta er hægt að senda skilaboð á kbdesign@outlook.com eða hafa samband í gegnum Facebook. 
 
Kíkið á flotta hönnun á myndunum hérna fyrir neðan.