ÍÓJ Skart design - dásamleg íslensk hönnun


Ingibjörg Ósk er fædd 17. maí 1965 og hefur alltaf haft óbilandi áhuga á hönnun og tísku. Hún er grunnskóla menntuð og ólst upp á hinu fallega Héraði.
 
Hún leggur mikin metnað í hönnun sína,  eins og má á meðfylgjandi myndum. Við spjölluðum við dömuna.
 
 
Hvað ertu aðallega að hanna?
 
"Ég er aðallega að gera armbönd og hálsmen en einnig er ég að föndra púða og fleira."
 
Hvaða efni notar þú í þína hönnun?
 
"Ég nota ekta Orkusteina, trékúlur og Tibet silfur, ég nota það mikið með í minni hönnun."
 
 
 
 
Finnur þú fyrir mikilli söluaukningu þegar jólin byrja að nálgast?
 
"Já fyrir jólin er mikið verslað af skarti til jólagjafa."
 
Áttu uppáhalds flík sem þú átt erfitt með að láta af hendi?
 
"Já ég elska Please gallabuxurnar mínar og pallíettu toppana."
 
Hvernig leggst framtíðin í þig?
 
"Framtíðin leggst mjög vel í mig. Ég hef nóg að gera og koma dóttir minni sem er 6 ára til vits á ára." Segir hún að lokum.
 
 
 
 
 
Ingibjörg Ósk er með Facebook síðu og einnig er öllum velkomið að koma heim til hennar og skoða og versla. Best er þá að senda henni skilaboð á Facebook og mæla sér mót við hana.
 
Kíkið á einstakt og gullfallegt skart sem sæmir sér vel í hvaða jólapakka sem er.
 
 
 
 
Ingibjörg Ósk