ÍSLENSK HÖNNUN: Handþæfðar ullarstjörnur í skammdeginu


Steingerður Þorgilsdóttir hefur um nokkura ára skeið unnið falleg listaverk úr íslenskri ull, lambsull.
Í dag undir nafninu; Woolstars.
 
Ég held að það sé óhætt að fullyrða að daman sæki hugmyndir sínar út í náttúruna sem og tíðarandann, því nú hefur bæst í safnið meðal annars þæfðar séríur undir nafninu; Northern Lights og Christmas Lights
Þar sem hver og ein sería er handþæfð, þá verður útkoman aldrei alveg eins. Vörurnar er einstaklega vandaðar, og skapa seríurnar einstaklega hlýja birtu og il.
 
Ekki skapast nein sérstök eldvarnarhætta, því ullin sjálf inniheldur nokkurs konar einangrun. En aldrei er of varlega farið með eld, seríur eða önnur ragmagnstengd ljós eða tæki. 
 
 
 
 Christmas Lights
 
Color Sympony
 
Norhern Lights
 
Healing Lights - allir helstu heilunarlitirnir
 
Glacier Lights
 
Sniðugt að nota sem skraut á pakka
 
 
Ég hvet ykkur til að fylgjast með Woolstars á Facebook því þar er vikulegur leikur er í gangi, og er nýr vinningshafi dregin út alveg fram að jólum! Þar er einnig hægt að panta og senda inn fyrirspurnir. 
 
Tilvalin gjöf fyrir vini erlendis sem og hér heima. Eða til að skreyta eigið heimili, en að mínu viti eru þessar seríur klárlega heilsárs. 

Íslenskt? Já takk!