Heimsfrægur uppistandari á leið til landsins


Uppistandarinn Paul Myrehaug er kanadískur að uppruna,  fæddur og uppalinn í Camrose í Alberta héraði en býr nú í London.
 
Hann ferðast um heim allan með uppistand sitt og hefur hann komið fram á ólíklegustu stöðum, einsog Afganistan og Íran. Hann hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og hann er á leiðinni til landsins! 
Árið 2007 sigraði Paul í Great Candian Laugh Off keppninni, sem er risastór uppistandskeppni sem árlega er haldin í Kanada og sama keppnin og íslenski uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson komst áfram í árið 2006. En Rökkvi er einmitt eigandi uppistand.is.
Ég náði smá spjalli við þennan þrælskemmtilega gaur:
 
 
 
Hver hefði trúað því að ég yrði svo langlífur
 
"Þetta er í fyrsta skiptið sem ég kem til Íslands og ég hlakka mikið til. Vinir mínir John og Terinan voru á Íslandi um daginn og sögðust hafa skemmt sér konunglega, þannig að ég get varla beðið með að fljúga yfir til ykkar í vikunni.
 
Ég byrjaði að troða upp sem grínisti þegar ég var átján ára gamall þegar ég var í menntaskóla, en undanfarin 9 ár hef ég eingöngu starfað við þetta. 
 
Wow! Hver hefði trúað því að ég yrði svo langlífur þar sem ég hef talað um typpið á mér opinberlega í þetta mörg ár! En ég er 31. árs í dag." 
 
 
 
 
Laumaðist inn á bari 16 ára
 
"Ég hóf ferilinn í Edmonton og bjó í Toronto í nokkur ár. Þaðan fluttist ég til Vancouver, en undafarin 2 ár hef ég búið í London.
 
Þetta hófst á því að ég byrjaði að lauma mér inn á bari þegar ég var 16 ára til að horfa á uppistand. Ég varð ástfanginn strax og vissi að ég vildi ekki fást við neitt annað í framtíðinni, en ég ákvað eigi síður að mennta mig til að hafa í bakhöndina ef uppistandi myndi klikka.
 
Sem betur gekk allt upp og ég næ að lifa af því að skemmta fólki. Það er annars mjög auðvelt að skipta frá því að vera hungraður nemi, yfir í svangan uppistandara! Eini munurinn er sá að þú þarft ekki að læra fyrir próf!"
 
 
 
 
 
 
Íslenskar konur gætu sparkað í rassgatið á mér
 
"Ég hef heyrt af Bláa Lóninu og ég get ekki beðið með að fara þangað! Ég hef líka heyrt af Norðurljósunum, en við höfum þau líka í norður Alberta Canada.
 
Ég þekki til tónlistar Bjarkar Guðmundsdóttur og að sjálfsögðu hef ég heyrt um ykkar heimsfrægu konur, sem ég ímynda mér að gætu sparkað í rassgatið á mér þegar ég á síst von á því." Segir hann að lokum og hlær.
 

Hér er myndskeið af gaurnum sem hefur haft það að að atvinnu í ríflega áratug að gera grín að typpinu á sér:

 
 
Paul hefur fengið mikið lof gagnrýnenda:
 
"Carries the comedy off with a natural flair, in a manner so effortless one might think it was ingrained in his DNA." The Hindu, India 
"Dry, dark but with an irrepressible youthful charm." - The Toronto Star  
"Hilarious Enough to Stand Alone." - The Seattle Stranger  
"Comic Myrehaug Making Waves." - The Toronto Sun

Forsala miðasölu er á midi.is , ATH - helmingurinn af andvirði allra seldra miða rennur beint til Barnaspítala Hringsins.
 
Ásamt Paul mun koma fram íslenski uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson, sem komið hefur fram á 4 tungumálum í 8 löndum, auk eins af nýjustu og efnilegustu uppistöndurum Tilraunauppistandanna sem haldin hafa verið á BAR 11 í ár og verða sýningar sem hér segir: 
 
20.11.13 - Miðvikudagur 21:30 - BAR 11
21.11.13 - Fimmtudagur 21:30 - BAR 11
22.11.13 - Föstudagur 22:00  -  Frón (Selfossi) .
23.11.13 - Laugardagur 21:30 - Paddys (Keflavík)  
 
Miðaverð 2000 krónur og er 18 ára aldurstakmark.
 
Styrkjum gott málefni og skemmtum okkur um leið!