Saga Sif Design


Hönnuðurinn Saga Sif hannar undir merkinu Saga Sif Design. Fullu nafni heitir Hún Saga Sif Gísladóttir og er fædd árið 1995.
 
Saga Sif er í námi í FG og er þar á fatahönnunar- og textílbraut. Hún mun útskrifast vorið 2014. Hún hefur æft handbolta í mörg ár og er markmaður í unglinga- og meistaraflokki FH með fastan samning.
Skoðum þennan snilldarhönnuð nánar í máli og myndum:
 
 
 
 
Saga Sif hefur sótt ýmis námskeið og hannar allskonar skart, hálsmen,eyrnalokka og armbönd.
 
 
Einungis eru búin til nokkur stykki af hverri gerð og er fjölbreytileikinn mikill.
 

Einnig hannar Saga Sif sérstakt hárskart eftir óskum, t.d fyrir brúðir í brúðargreiðslur. Hún vinnur aðallega úr lituðum glerkúlum, trékúlum, stáli og silfri og er hver munur merktur hennar logó-i.
 
 
Í september síðastliðnum opnaði Saga Sif vefverslun með sínu skarti á má skoða fegurðin á heimasíðunni nánar.   
 
 
Allt sem er til sölu þar er handgert af Sögu Sif sjálfri. Hún byrjaði á nýrri línu í haust sem er með sterkum og fallegum litum. Hægt er að velja um mismunandi stærðir á armböndum og lengdir á hálsmenum.
 
Frábær stelpa hérna á ferðinni sem er svo sannarlega með allt sitt á hreinu.
 
 
Saga Sif tekur við sérpöntunum og beiðnum í gegnum tölvupóst eða á Facebook og er merkið hennar: SAGA SIF DESIGN  skráð hjá einkaleyfisstofu.