Ég væri til í að hafa Stefán Mána upp í hjá mér um jólin...


Hún heitir fullu nafni Anna Þóra og er Birgisdóttir, en einhvern veginn festist nafnið; Anna Birgis við hana, sjálfri finnst henni það í góðu lagi, þar sem hennar bestu vinir og hennar nánustu kalla hana ennþá Önnu Þóru. 
 
Anna er á kafi í skrifum fyrir hinn snilldarvef, www.heilsutorg.com, þar sér hún um greinaskrif og þýðir samhliða erlendar greinar.
 
Anna fílar sig í botn í þessum heilsufræðum, þó svo að hún sé mikil tískufrík og sérlega þá veik fyrir skóm. Að hennar sögn, fer þetta tvennt einkar vel saman,þar sem það er i tísku í dag vera vel kunnugur um heilsu og heilsusamlegan lífsstíl.
 
Anna er einhleyp og býr með syni sínum og honum Theódór sem er bröndóttur og loðinn. Anna á ekki bíl, sjónvarp né uppþvottavél, en lifir samt assskoti fínu lífi.
 
Hún varð við beiðni okkar um að svara nokkrum spurningum sem tengjast jólunum. 
 
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin?
 
Vá, ég er bara ekki klár á því skal ég segja. Ég er ekki brjáluð jólamanneskja. Þykir afar vænt um allar þær gjafir sem ég hef fengið í gegnum árin.
 
Mest þykir mér samt vænt um samveruna með fjölskyldunni og jólamatinn sem mamma eldar. Ég væri sátt með knús og faðmlög í jólagjafir svo framalega sem ég fengi dýrindis máltíð í mallakútinn.
 
Ertu byrjuð á jólaundirbúningum?
 
Ó nei! Ég baka ekki og set ekki upp neitt sem tengist jólum fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta degi aðventu. Ég hef stundum hugsað að ég ætti að gera risa djók í fjölskyldunni og fá mér bleikt jólatré og skreytað brjálað hérna hjá mér og kaupa hreindýrahorn á köttinn og mynda svo verkaðinn en ég nenni ekki að standa í því. haha...
 
Hvað langar þig í, í jólagjöf?
 
Mig langar í svona kaffi-pressukönnum, ný og kósý náttföt og ef ég ætti kærasta þá myndi ég óska eftir nýja Gyðju Collection úrinu frá honum.
 
Jólabókin í ár?
 
Ég er til í að hafa Stefán Mána uppí hjá mér um jólin, væri ekki leiðinlegt.
 
Eftirminnilegustu jólin?
 
Það munu vera jól sem voru haldin á Skagaströnd, en ég er þaðan. Ég man ekki nákvæmlega hvað ég var gömul en hann bróðir minn fékk bílabraut, svona rafmagns í jólagjöf og mér fannst það besta gjöfin. Þó hún væri ekki mín að þá var keppt í kappakstri klukkutímum saman.
 
Einnig nefni ég síðustu jól. Þá var ömmu stelpan mín hún Saga Guðmunda orðin eins og hálfs árs og vá hvað það var gaman að fylgjast með henni á kafi í pökkum og með gleðibros hringinn.
 
Heldur þú í jólahefðir, og þá hverjar?
 
Ég vil hafa hamborgarahrygg í matinn á aðfangadag og það er svo farið í hangikjötsveislu til pabba og frú á jóladag, það eru einu hefðirnar sem ég held í.
 
Hvernig verður aðfangadagurinn hjá þér í ár?
 
Ég verð með mínum börnum og barnabarni heima hjá dóttir minni þar sem við eldum og höfum það kósý og horfum á Sögu Guðmundu Sætubaun rífa upp pakkana sína.
 
Strengir þú áramótaheit?
 
Nei, það hef ég aldrei gert.
 
Lokaorð ...
 
Verið góð hvert við annað og munið að lifa í núinu. Fortíðin var, núið er, framtíðin á eftir að koma í ljós.
 
Voila~