Lilja hannar undir merkinu Skrautmen


Það hefur verið nóg að gera hjá henni Lilju frá því við heyrðum í henni síðast.
 
Hún er að selja á www.etsy.com í dag en það er netverslun sem er fyrir allt er tengist handverki og hönnun.
 
Lilja styrkti einnig bleiku slaufuna í ár og gaf eina Valkyrju sem er trékúlumen og voru tileinkuð þeirri söfnun. Hún setti upp leik á Facebook og fékk rosalega góða undirtektir og pantanirnar hreinlega hrúguðust inn.
 
Allur ágóðinn rann í söfnun Bleiku slaufunnar
 
"Ég fékk svo fallega pósta og einlæga að ég varð hálf klökk að lesa suma þeirra, því ákvað ég að gefa ágóðann af öllum þeim Valkyrjum sem ég myndi selja í október og útbjó ég einnig einstök hálsmen úr plexigleri og perlum og seldust þau einnig öll upp". Segir Lilja þakklát. 
 
 
 
 
Þetta fannst mér alveg rosalga gaman, því mér finnst svo gaman að útbúa menin og tilhugsunin um að styrkja gott málefni um meira en ég hef efni á var frábær".
 
Lilja er í frekari samstarfi við Krabbameinsfélagið fram að jólum og er með sérvalin hálsmen í sölu í verslun þeirra í Reykjavík og gefur hún 20% af sölunni til Krabbameinsfélagsins.
 
 
 
 
Eru íslendingar nægilega duglegir að styrkja íslenska framleiðslu og versla íslenska hönnun?
 
"Já, sérstaklega íslendingar sem búa erlendis. Ég held að fólki finnist gaman að gefa fallegt handverk, sér í lagi ef varan er einstök. Mér þykir mjög vænt um að það sé orðið álitið flott að vinna hluti með höndunum og vona að sú þróun haldi áfram og virðingin fyrir handverki muni aukast enn frekar."
 
 
Hvað ertu aðallega að hanna í dag ?
 
"Þegar það kemur að munum þá er ég frekar ugluóð þessa dagana og er búin að teikna upp tvenna óróa sem ég er rosalega ánægð með og finnst góð viðbót við uglukertastjakann og uglugreinina sem eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér.
 
Einnig var ég að koma með nýjan kertastjaka, Sólstjörnu, en ég veit fátt betra en að kveikja á kertum á dimmum kvöldum, það gerir hlutina svo kósý. Svo er ég komin með nýja týpu af jólakettinum sem ég er alveg rosalega skotin í þó ég segi sjálf frá, hann kemur mér í jólafíling."
 
 
 
 
"Uppáhalds skartið mitt að gera núna eru Valkyrjurnar, sem eru trékúluhálsmen með plexigleri og silkiborða. Allt ferlið er svo skemmtilegt, ég blanda alla málninguna mína sjálf til að fá þá liti og tóna sem ég vil svo það er einstaklega gaman að mála kúlurnar, fæ reyndar oft valkvíða þegar ég raða þeim saman en það er bara gaman að þeirri áskorun.

Friðardúfuna (sem er í flest öllum Valkyrjumenunum) teiknaði ég sjálf en ég fékk hugmyndina af henni þegar ég var að horfa á náttúrulífsþátt í sjónvarpinu eitt kvöldið og finnst mér hún passa vel við trékúlurnar. Það sem mér finnst líka best við Valkyrjurnar er að þær passa við svo margt, því maður ræður síddinni svo vel þar sem að ég er með silkiborðann ágætlega langan.
 
Annars eiga hálsmenin úr plexiglerinu og perlunum alltaf sérstakan sess í hjarta mínu þar sem að sú hugmynd var upphafið af þessu öllu, svo eru þau líka bara svo falleg."
 
 
 
 
Ertu að selja vörurnar þínar í einhverri verslun ?
 
"Auk þess að selja vörurnar á Facebook er ég að selja vörurnar mínar í Eftirlæti Sauðárkróki, Gleðigjafanum Sunnuhlíð Akureyri og eins og áður sagði eru sérvaldar vörur til sölu í verslun Krabbameinsfélagsins í Reykjavík. Einnig er ég að selja vörur á ljonshjarta.com og það gleður mig að segja frá því að Ljónshjarta er að opna sprettbúð um helgina í verbúðunum við gömlu höfnina og hún verður opin alveg fram að jólum.
 
Sprettbúðin verður í vinnustofu listakonunnnar Huldu Vilhjálmsdóttur að Grandagarði 31 og munu vörur Skrautmena vera til sölu þar ásamt öðru íslensku handverki."
 
 
Lilja
 
 
Hvernig er svo best að ná í þig fyrir þá sem hafa áhuga á að versla við þig núna fyrir jólin?
 
"Það er best að fara í ofantaldar búðir eða hafa samband við mig á facebook síðunni minni,facebook.com/skrautmen. Ef fólk er með sérstakar hugmyndir um liti eða samsetningu finnst mér alltaf gaman að verða við séróskum og útbúa eitthvað einstakt." Segir Lilja að lokum. 
 
Hún er einstök manneskja hún Lilja og ég hvet alla til að skoða fallegar myndir og versla íslenskt fyrir jólin.
 
Kíkið endilega á Facebook síðuna til að skoða allt úrvalið, ef þið erum með fyrirspurnir, eða viljið einfaldlega versla fyrir jólin.