BOX Iceland - dásamleg íslensk hönnun


Jóhanna vann í mörg ár við að hanna og sauma föt, allt frá hversdagfötum á krakka og upp í samkvæmis- og brúðarkjóla.
 
Fyrir um 2. árum breytti hún til og hóf að læra skartgripagerð, í framhaldi stofnaði hún BOX Iceland, eða fyrir um einu ári síðan.
 
Hvað ertu aðallega að hanna?
 
"Ég legg áherslu á vandað verk og hráefni. Ég geri aðallega hálsmen, armbönd og eyrnalokka úr ýmsum hráefnum. Til að mynda nota ég mikið Swarovski perlur, tré- og glerperlur og ýmsa steina úr náttúrunni svo sem Onyx, howlite og Jade.
 
Svo var jólalínan að koma í sölu, rautt, gull, silfur og brons í bland við glitrandi skrautperlur. Það er allt í tísku og allir ættu að finna skart við sitt hæfi."
 
 
 
 
Eru íslendingar nægilega duglegir að styrkja íslenska framleiðslu og versla íslenska hönnun?
 
"Já þeir eru það svo sannarlega, enda orðið mikið framboð af flottum vörum frá íslenskum aðilum."
 
 
 
 
Ertu að selja þínar vöru í einhverri verslun?
 
"Ég sel mest sjálf á vinnustofunni minni, Gullregninu . Þannig get ég haldið veðrinu niðri. Svo er gaman líka að sjá hvað margir íslendingar búsettir erlendis eru duglegir að fylgjast með og versla í gegnum netið hjá mér."
 
 
 
 
Hvernig er svo best að ná í þig fyrir þá sem hafa áhuga á að versla við þig núna fyrir jólin?
 
"Ég er mikið við á vinnustofunni minni, en það er opið í Gullregninu sem er í Bakhúsi, Holtagerði 38 í Kópavoginum á fimmtudögum milli 12:00-18:00 og líka hægt að hafa samband og koma við."
 
 
 
"Hægt að senda mér póst á BOXiceland@gmail.com eða í gegnum Facebook síðuna mína." Segir hún að lokum. 
 
Endilega kíkið á síðuna og sjáið fleiri flottar myndir af fallegri hönnun sem er tilvalin í jólapakkann.
Jóhanna skartgripahönnður
 
 
Veljum íslenskt fyrir jólin og styrkjum þannig við unga sem eldri hönnuði sem með hugsjón og ástríðu vinna allt árið um kring við að koma með nýjar hugmyndir af fallegum gripum fyrir neytendur.