Það er ekkert fyndið að prumpa þegar þú ert einn


Gunnar Andri Þórisson hefur starfað sem fyrirlesari og ráðgjafi í yfir 16 ár.
 
Hann hefur hjálpað gríðarlegum fjölda einstaklinga auk fyrirtækja að ná hámarksárangri í sölu. Í formi einkaþjálfunar, ráðgjafar, auk fyrirlestra og námskeiðahalds.
Hann býr með unnustu sinni og á eina uppkomna dóttur.
 
Gunnar Andri veit fátt betra en að komst út úr bænum, fara á hestbak eða í veiði. En því miður hefur ekki gefist mikill tíma í það síðastliðin ár.
 
Hann tók vel í beiðni okkar um að svara jólaspurningum Spegilsins, þrátt fyrir gífurlegar annir bæði vegna nýútkominnar bókar sinnar, Against the Grain sem varð strax á fyrstu dögum útgáfunnar, metsölubók. Geri aðrir betur! Einnig eru miklar annir vegna námskeiðahalds í sölufærni, en Gunnar er einn af fremstu á meðal jafningja.
 
Hver er eftirminnilegasta jólagjöfin?
 
"Jólagjöfin sem ég mun aldrei gleyma var þegar ég fékk snjóþotu sem mér fannst alveg hrikalega flott og ég renndi mér á henni niður Arnarhólinn, en ég átti heima í 101 Reykjavík eins og ég geri ennþá í dag."
 
Ertu byrjaður á jólaundirbúningum?
 
"Nei, það er ekki neinn sérstakur jólaundirbúningur hjá mér í gangi."
 
Hvað langar þig helst að fá í jólagjöf?
 
"Besta jólagjöfin sem ég get fengið er að vera í góðum félagsskap með mínum vinum og mínum nánustu. Ég er ekki að reyna að vera væminn."
 
Jólabókin í ár?
 
"Ég er ekki búinn að ákveða hver verður jólabókin en það eru margar sem koma til greina. En ég mun örugglega klára að lesa bókina Against the Grain, þar sem ég er nú einn af meðhöfundum Brian Tracy."
 
Eftirminnilegustu jólin?
 
"Ég gleymi aldrei jólunum þegar ég fór með alla mjúku pakkana mína sem voru keyptir í Hagkaup og skipti þeim yfir í legó kubba. En ég hef alltaf elskað að byggja eitthvað upp. Ég hef komið því á að gefa sjálfum mér eitthvað fallegt um jólin og það verður þannig í ár eins og alltaf."
 
 
 
 
Hvernig verður aðfangadagurinn hjá þér í ár?
 
"Ég og kærastan mín höldum jólin heima hjá okkur og bjóðum hennar fjölskyldu til okkar en mínir foreldra eru báðir dánir. En móðir mín lést þegar ég var 10 ára og pabbi fyrir nokkrum árum síðan,  hef ég því misst marga mér nákomna, en það hefur markað mig og kennt mér að veraldlegir hlutir skipta ekki höfuðmáli, þó svo ég hafi ekkert á móti þeim."
 
Strengir þú áramótaheit?
 
"Nei.
 
Nýlegar rannsóknir frá Harvard sýna að flestir ná ekki markmiðum sínum en yfir 98% vilja standa við loforðin sín, þannig að það er mun áhrifaríkara að lofa sjálfum sér einhverju sem þú veist að þú getur staðið við, hvað sem á tautar og raular, frekar en að strengja áramótaheit."
 
Lokaorð...
 
"Það sem mestu máli skiptir í lífinu er fólk ekki hlutir og munum bara að það er ekkert fyndið að prumpa ef þú ert ein/n." Segir Gunnar Andri að lokum.