M.Ben Design - hannar töff armönd úr leðri


Margrét Benediktsdóttir er fædd og uppalin í Suðursveit Austur Skaftafellssýslu, er 42ja ára og búsett í Danmörku en þangað flutti hún árið 2004.
 
Margrét er menntuð sem tækniteiknari og sjúkraliði.
Margrét valdi hönnun þegar hún var að vinna ein á 12 tíma næturvöktum og það var ekki mikið að gera annað en að fylgjast með. Henni vantaði eitthvað að gera og prufaði að búa til armband handa sjálfri sér og dóttir sinni.
 
Henni fannst þetta svo gaman að hún er enn að. Margir sýndu hönnun hennar áhuga þannig að hún ákvað að byrja að selja armböndin sín og hefur það gengið afar vel.
 
Hún féllst á að svara nokkrum spurningum. Njótið vel - í máli og myndum: 
 
 

 
Margrét hefur verið að hanna og selja, allt frá árinu 2011
 

 
Hún notar mest leður í handverk sitt
 

 
Margrét hannar aðallega armbönd
 
 
 
 
"Margt mjög fallegt og sérstakt sem er að gerast í íslenski hönnun í dag, ég verð alltaf veik þegar ég er að skoða síður frá Íslandi," segir Margrét
 
 
 

"Eitt af mínum uppáhaldsmunum eftir sjálfa mig er mjög einfalt hrátt leðurarmband sem ég gerði, eitt að þeim fyrstu." Segir Margrét
 
 

 
 
"Ég lít björtum augum til framtíðarinnar. Ég er í fullu starfi og meira en það og þykir gott að hafa hönnunina til að slappa af og kúpla mig frá hinu daglega amsri," segir Margrét að lokum.
 
 
 
Margrét hannar undir nafni, M.Ben Design og skorum við á ykkur að kíkja á fleiri myndir á  Facebook þar sem Margrét er dugleg að uppfæra síðuna og setja inn allt það nýjasta. 
 
Ofboðslega töff, klassý og elegant á sama tíma.
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook?