Hjartagullið mitt - banvænn og stórhættulegur!


Ég er með hjartað í buxunum, bókstaflega.
 
Er ekki að grínast.
 
Jú kannski pínu, en bara að hugsa um hann fær öll fiðrildi heimsins til að hverfa. Þau eru öll í maganum á mér. Hjartað slær örar, og þráin vex...
En hann er ekki hollur fyrir mig. Hann er bannvara á svo margan hátt. Samt losna ég ekki undan honum og áhrifum hans.
 
Svo hrikalega fallegur, og alveg passlega rúmlegur, á alla kanta.
 
Og kossarnir úffa! Hefði aldrei átt að leyfa fyrsta kossinn. Var kolfallin samstundis.
 
Og hann?
 
Honum gæti ekki verið meira sama. Sem sagt vonlaus fiðrildi sem flögra um og kitla mig. Í tíma og ótíma.
 
Á engan séns. Ekki smugu. Damn, hvað það getur verið vont!
 
En það getur enginn tekið frá mér minningarnar og allar þær unaðsstundir þar sem spilað var á allan tilfinningaskalann.
 
Hann getur horft í kringum sig heima hjá sér og rifjað upp minningarnar. Það fylgir því kitl að vita af því.
 
Afhverju hann varð meira gull en einhver annar, á ég engin svör við.
 
Vinkona hennar orðaði þetta snilldarlega: "Hann er þitt Kryptonít"!
 
Sem sagt banvænn og stórhættulegur.
 
Ojá, en ég rétt slapp með skrekkinn. Tókst að koma mér burtu áður en öll mín sjálfsvirðing fór í vaskinn.
 
Samt mun hann ávallt eiga sinn stað í hjarta mínu. Ólánssami gulldrengurinn. Ég átti hann um tíma, tíma sem flaug hjá frá alltof hratt.
 
Hjartagullið mitt...
 
Aðsend grein frá lesenda Spegilins
 
Fylgist þú með okkur á Facebook?