Kolka er dásamleg íslensk verslun með homewear og decor


Sigríður Dagný er gift, þriggja barna móður og búsett í Hafnarfirði. Hún er alveg að detta í að verða 32 ára gömul, en hún fagnar afmælinu sínu í apríl nk.  
 
Fjölskyldan býr  í dásamlegu hverfi rétt við gamla bæinn og eru helstu ástríður Sigríðar, jóga, heimilið og matargerð. Hún er daman á bakvið dásamlega verlsun; Kolku. 
 
Gefum henni orðið - í máli og myndum - Hjá Kolku færð þú aðallega homewear og decor – lífsstílsvörur fyrir heimilið og sálina: 
 
 
 
 
“Góðir vinir, gott vín og gleði veitir mér ómælda gleði sem og þakklæti fyrir lífið og fjölskylduna, ” segir Sigríður.

 
 
"Vinsælustu vörurnar eru kertastjakarnir, kertahúsin og klútarnir.
 
Ég er ekki að hanna neitt sjálf en hef verið að selja kerti frá áhugaljósmyndaranum henni Ágústu Björk. Hún prentar myndirnar utan um kertin – myndirnar eru eftir hana sjálfa."  
 
 
 
Sigríði finnst öll íslensk hönnun dásamleg og er algjörlega með henni í liði.
 
 
 
“Þessa dagana er ég sérstaklega skotin í textíl hönnun og hafa stelpurnar í Textílprentun Íslands verið að gera góða hluti fyrir ýmsa hönnuði.
 
Einnig er ég sérstaklega skotin í spiladósunum frá Margréti Guðnadóttur og líka leirlistinni hennar Kristínar Subbu."
 
 
“Uppáhalds hlutirnir mínir í Kolka.is eru klárlega stólarnir núna, en svo margir aðrir hlutir eru væntanlegir á næstunni.
 
Ég hlakka til hrikalega mikið til framtíðarinnar. Ég er minn eigin rithöfundur í minni lífssögu”, segir Sigríður að lokum.
 
 
Kolka er með heimasíðu:  og einnig með síðu á Facebook.
 
 
 
Kíkið endilega á fallegar vörur hjá Sigríði í Kolku, því hér er aðeins örlítið sýnishorn sýnt.
 
 
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með okkur á Facebook