HN Gallery býður eingöngu upp á íslenska framleiðslu - 7-9-13


Heiðrún er 33 ára gömul,  gift og þriggja barna móðir. Hún er stofnandi HN Gallery. 
 
“Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á handverki og hönnun og sá draumur minn rættist þegar ég stofnaði vefverslunina, HN Gallery ,  þann 7. september  2013.  7-9-13," segir hún.
HN Gallery er íslensk framleiðsla og nú eru 14 flottir framleiðendur/hönnuðir að selja vörur sínar í HN Gallery.
 
Njótið vel - í máli og myndum: 
 
 
 
 
“Það er mikið úrval af ólíkri vöru sem er svo skemmtilegt og því finna vonandi allir eitthvað við sitt hæfi." 
 
 
 
 
"Ég sjálf hef alltaf heillast af góðum íslenskum prjónuðum flíkum og einbeitt mér að því að hanna eitthvað nýtt í þeim efnum eins og t.d. ekta íslensku lopaslaufuna sem er svo vinsæl hjá mér núna."
 


 
 
“Mér finnst gott að sjá hvað margir íslendingar eru að virkir í að koma hönnun sinni og handverki á framfæri því íslensk hönnun er náttúrulega flottust."
 

 
 
"Það er svo gaman að vinna að einhverju sem manni finnst skemmtilegt og sjá það þróast og verða að veruleika að ég get ekki annað en verið bjartsýn á framtíðina," segir hún að lokum og óskum við þeim velfarnaðar í framtíðinni.
 
Frábært framtak! 
 
 
 
 
Hægt er að nálgast vörur úr HN Gallery í vefversluninni -alltaf opið! Þar má einnig finna útsölustaði - og að sjálfsögðu er verslunin á Facebook
  
Flottir hönnuðir og frábært að hafa íslenska framleiðslu undir "sama þaki".
 
Íslenskt? Já, takk - ekki spurning!