Gaga- netverslun býður upp á íslenska hönnun


Guðbjörg Óskarsdóttir er búsett á Sauðárkróki og er með BS í viðskiptalögfræði en hefur alltaf haft áhuga á ljósmyndun, hönnun og handverki.
 
Hún á tvo syni og var einmitt að byrja að vinna aftur eftir fæðingarorlof.
“Nafnið Gaga valdi ég því að systir mín kallaði mig það þegar hún var lítil og hefur mér alltaf fundið vænt um það."
 
Hvað fékk þig til þess að fara út í að reka netverslun?
 
"Þetta byrjaði í raun á því að ég var að gera leðurarmbönd og armbönd með steinum mér til gamans á meðan ég var í fæðingarorlofi. Ég var síðan komin með svo mikið að ég fór á endanum að selja þau.
 
Þegar ég var síðan að leita að lausn til að fegra heimilið mitt þá fékk ég þá hugmynd að setja myndir úr íslenskri náttúru á púðaver og síðan þróuðust hugmyndir út frá því."
 
 
Hvaða vörur ertu að bjóða uppá?
 
Núna er ég aðallega með púðaver og leggings með myndum sem að ég hef sjálf tekið.
 
Fylgistu vel með íslenskri hönnun?
 
"Já ég geri það, íslensk hönnun er svo svakalega fjölbreytt og skemmtileg að það er ekki annað hægt en að dást að henni."
 
 
Áttu þér uppáhalds hlut/mun?
 
"Já, mínir uppáhalds hlutir eru jafnframt þeir elstu sem þú finnur heima hjá mér. Annars vegar er það upphlutur og hins vegar saumavél sem voru í eigu systur langömmu minnar, Guðbjargar Stefánsdóttur.
 
Upphlutinn saumaði hún sjálf og þrátt fyrir að ég hafi aldrei kynnst henni þá þykir mér rosalega vænt um þessa hluti."
 
 
Er von á nýjungum á næstunni?
 
"Ég mun auka við úrvalið bæði á leggings og púðaverum, er að vonast til að ég verði með fleiri myndir úr íslenskri náttúru. Við erum svo heppin að búa í svona fallegu landi, það er stundum eins og maður sé komin inn í málverk."
 
 
Ertu bjartsýn á framtíðina?
 
"Já, ég er alveg rosalega bjartsýn á framtíðina, hún ber ekkert nema spennandi verkefni í skauti sér." Segir hún að lokum. 
 
Flott þessi, tekur sjálf myndir og lætur prenta á leggings og púðaver. Kíkið á Facebook síðu Gaga til að sjá allt úrvalið. 
 
 
Ert þú ekki örugglega að fylgjast með öllu því nýjasta á Facebook