Heitasti karlmaður landsins, Ásgeir Guðmundsson áhættuleikari og lífskúnstner


Við mælum okkur mót á Café Haítí við smábátahöfnina í Reykjavík. Ásgeir tekur á móti mér, hann er búinn að panta sér kaffi og ákvað hann að panta einn fyrir mig í leiðinni.
 
Karlmannlegt fas hans fer ekki framhjá mér, og ég verð vör við augu sem gjóa afbrýðisamlega í átt að mér. Mér líður eins og ég sitji með Hollywood stjörnu við borðið.
Ásgeir talar við mig af miklu sjálfsöryggi og það er ekki laust við að ég finni kitlið í maganum aukast. Sem betur fer var ég með upptökutækið á, annars hefði ég þurft að taka viðtalið aftur,... því ferðalagið sem hugur minn fór á, var þannig að ég var komin í brúðarkjól á strönd og búin að giftast þessum manni.
 
Hugsanlega fara allar þær stelpur sem hann talar við fari í sama ferðalag og ég...
 
Langur listi af afrekum
 
Þegar ég kem til baka úr "ferðalaginu mínu", er hann að tala um Deadsnow og Noah nýjustu myndirnar sem hann lék í og það vottar fyrir stolti í röddinni. Hann segir mér líka frá Fiasko þar sem hann þurfti að hoppa í sjóinn í byrjun febrúar sl. og þurfti að taka þá töku upp alls þrisvar. Ég skelf við tilhugsunina.
 
Hann minnist á Bjólskviðu, en þar voru nú flest öll atriði hans klippt út. Pressu 2 þar sem hann klessti bíla og mótorhjól. Egils orku, Íslandsíma rautt, Vesturport ofl., en það er langur listi afreka sem liggja eftir Ásgeir og eru þau hvert öðru stærra.
 
Nýverið hófust svo sýningar á tveimur Hollywood myndum sem Ásgeir fer með áhættuhlutverk í og hvet ég lesendur til þess að kíkja á þær.
 
 
 
 
Hefur aldrei brotið bein
 
Ég spyr hann út í hvað mörg bein hann sé búinn að brjóta og kemst að því að þau eru engin.
 
„Það sem gerist fyrir þig er algjörlega á þína ábyrgð, svarar Ásgeir. Hann segir mér jafnframt að hann sé pínu adrenalín fíkill sem elskar starfið sitt og tilfinninguna sem fylgir henni. "Þegar þú ert kominn heim eftir erfiðan dag í tökum og áttar þig á því að þú lifðir þetta af, það er skrýtin en góð tilfinning." Segir Ásgeir.
 
 
Fangavaktin - Úr einkasafni
 
 
Starfar sem áhættuleikari og "stunt coordinate"
 
"Sama orkan fylgir þeim sem eru í þessum bransa, pínulítil ofvirkni og adrenalín fíkn einkenna þennan hóp. Þeir voru bara tveir sem byrjuðu á Íslandi og það tók smá tíma fyrir fólk að átta sig á hversu mikið meira er hægt að gera í íslenskum kvikmyndum með aðkomu þeirra.
 
Ég starfa ekki aðeins sem áhættuleikari heldur líka sem "stunt coordinate", en þá set ég upp áhættuatriðin sjálfur." Segir hann. 
 
Það er gaman er að geta þess að Ásgeir þykir mjög hæfileikaríkur á þessu sviði og get ég ekki annað en heillast af þessum manni sem er svo uppfullur af visku, kærleika og töffaraskap og það allt í sama pakkanum.
 
Ég þurfti að nota öll trix sem ég kunni í bókinni til að missa ekki coolið um að biðja hann um að byrja með mér á staðnum. Mig langar að vita meira um þennan mann og spyr hann því út í persónulega lífið hans. Þið þakkið mér bara seinna stelpur...
 
 
 
Alin upp af einstæðri móðir og ömmu Rokk
 
Hefur Ásgeir verið ástfanginn, er hann á lausu, hvað heillast hann fyrst af í fari kvenna? Ekki skrýtið að maður spyrji...?
 
"Ég er mikill sveimhug og ekki auðveldur í sambúð,en ég heillist af sterkum konum. Enda er ég alinn upp af einstæðri móður sem er algjör valkyrja, og ömmu minni sem ég kalla Ömmu rokk.
 
Amma rokk kom með visku sem var engri lík, hún sagði t.d; megir þú hafa heilsu til að gifta þig, megir þú vera nógu ríkur til að hafa efni á því og megir þú vera nógu skynsamur til að sleppa því." Segir Ásgeir.
 
 
Úr einkasafni - með mömmu sinni
 
 
 
Hún verður að vera með tattú og sjálfsörugg
 
Ásgeir hefur trúlofað sig alls fjórum sinnum, en aldrei gift sig. (Svo segir hann að hann láti illa að stjórn...)
 
Ég spyr hann út í ástina, hvað hann heillist helst af í fari konu:
 
"Því er auðvelt að svara, kærleikurinn er það sem ég heillast af og að hennar kvenorka samsamist minni karlorku. Hún verður að hugsa vel um sjálfa sig, borða hollt, vera sjálfsörugg og algjört must að vera með tattú." Svarar Ásgeir ákveðinn.
 
Ég stend mig að því að krossa í tékklistann til að sjá hvort það eigi við mig, og svei mér þá ef ég kemst ekki bara nálægt því.
 
 
Flottir feðgar! - úr einkasafni
 
 
Þakklátur fyrir Úlf Kára og barnsmóður sína
 
"Ég á einn son sem heitir Úlfur Kári og erum við miklir félagar. Hann er 7 ára töffari sem líkist pabba sínum bæði í útliti og fasi og það reynist mér erfitt, því sonur minn þarf að fá að reka sig á sjálfur og fá að upplifa hlutina á eigin forsendum með sem minnstu áreiti.
 
Það er mér mjög mikilvægt að vera til staðar sem foreldri en mestu máli skiptir að eiga náið samband við hann.
 
Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa eignast barnið mitt með barnsmóður minni. Enda er hún frábær móðir og vinur sem styður við bakið á mér í öllu sem ég hef tekið mér fyrir hendur." Segir hann þakklátur.
 
 
 
 
 
 
Edrú í 8 ár
 
Ásgeir segir sjálfur hlægjandi með sínum djúpa hlátri sem kemur beint frá hjartanu, að hann sé ekki mikil föðurímynd, þar sem hann sé ekki sjálfur enn orðin fullorðinn.  En jafnframt segir hann að sonur hans sé sinn stærsti fjársjóður og hans helsta afrek.
 
"Ég er búinn að vera edrú í 8 ár og frá þeim tíma hóf ég mína andlegu göngu.
Ég vill ekki láta kenna mig við neinn söfnuð eða trúarbrögð. Ég hef aldrei viljað hafa neinn sem reynir að stjórna mínu lífi. Eða að setja mig í kassa." Segir hann. Enda gefur allt hans fas það til kynna að þetta er ekki maður sem þú stjórnar svo léttilega.
 
Á meðan ég sit og bráðna gjörsamlega yfir þessum karlmanni , þá segir hann mér frá því að þrátt fyrir það að hann hafi valið þetta fyrir sitt líf að tengja sig ekki við trúarbrögð, þá beri hann mikla virðingu fyrir öllum. Enda sé það uppspretta hans trúar að lifa óttalaust og í kærleika. 
 
"Þegar ég hef upplifað mig sem mest ódauðlegan að þá hef ég oftast lent flatur á trýninu," segir hann skellihlæjandi að lokum. 
 
Úr einkasafni
 
 
Ég verð bara að segja stelpur að ég er orðin gjörsamlega "head over heals" yfir þessum íslenska víkingi, sem umfaðmar bæði í sér íslenska karlfegurð og karlmennsku.
 
Ásgeir er líka listrænn með eindæmum. Hann semur ljóð og var einn af stofnendum Fjallabræðra.
 
Hér er ljóð eftir hann sem hann gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta. Og bráðni nú hver sem vill...
 
 
Skipreki
 
Áfram drengir ekkert hik
Er nú hafið svart sem bik
Okkur hefur aldan kvik
Rötum rétt á stjörnublik
 
Upp við bergið báran brotnar
Faðm sinn okkur Ægir opnar
Hafsins hetjur síst af baki dottnar
Aldrei sjást að afli drottnar
 
Unnur okkur áfram þeytti
Báturinn á skerjum steytti
Einn af öðrum sundið þreytti
Enginn þá um kuldann skeytti
 
Finnst sem ljósin dauf ég sjái
Bólið hlýja hjá þér þrái
Bara að ég ströndu nái
Engu um það samt ég spái
 
Ó hve ljúf er báran blíð
Strýkur mér um vanga
Ég mun dvelja hér um hríð
Milli klettadranga
 
 
Ég geng út af Café Haítí með þá von að ég eigi eftir að fá símtal um stefnumót seinna í kvöld...
 
Fylgstu með öllu því nýjasta á Facebook!