Einar Ágúst er einlægur listamaður og töffari!


Við Einar eigum vinskap sem nær langt aftur í tímann, hann er mér mjög dýrmætur og hefur Einar Ágúst reynst mér mikill vinur.
 
Við tókum kaffi á Hressó og létum hugann dansa um fortíð, nútíð og framtíð.
Einar Ágúst er einstakur persónuleiki. Einlægur með eindæmum sem þráir ekkert heitar en að búa til ævintýri með þeim sem hann spilar fyrir.
 
Við fórum í eitt slíkt, ég og hann, yfir passlega heitum latte með karamellusýrópi.
 
Hver er Einar Ágúst?
 
"Ég er alinn upp út á landi og átti mér snemma draum um að skemmta fólki. Ég hef alltaf verið svolítill trúður í mér, en það sem gleður mig hvað mest af öllu er að gera fólk hamingjusamt og sjá það brosa. Ég byrjaði ungur að vinna í kringum 12 ára aldur í fiskvinnslu og líkaði mjög vel."
 
 
 
 
 
Glottið og dreymandi augun segja mér að hann hafi notið sín vel fyrir austan sem barn og hrái hláturinn sem oft á tíðum er eins og lítill stríðnispúki sem bíður eftir því að hrekkja mann, segir mér að hann hafi verið frekar mikill prakkari á þessum tíma.
 
Ég horfi með aðdáunar augum á þennan mikla listamann, sem svo í auðmýkt og umburðarlyndi kemur vel fram við alla í kringum sig. Þjónustustúlkan sem færir okkur kaffið er, "elskan mín", nágrannarnir á næsta borði fá hlýlegt bros og ég fékk “ Einsa knús” og það knús er besta knús í heimi!
 
Mér í raun líður einsog ég sé mikilvægasta manneskjan á svæðinu.
 
 
 
 
Einar segir mér aðeins frá hvar ferillinn byrjaði:
 
“Ég byrjaði að skemmta fólki fyrst í kringum 16 ára aldur í skólaleikritum og naut mín vel á sviði, þrátt fyrir að ég sé feiminn.
 
Ég tímdi aldrei að fara á sjó því að ég vildi nýta helgarnar til að spila og það er ekki fyrr en ég flyt í bæinn í kringum 1997 sem ég byrja að semja eigin tónlist.
Áður vann ég sem skemmtikraftur, spilaði bara þar sem ég fékk að spila, þú skilur á "Gömludansaböllum" og slíkt.
 
Svo er það ekki fyrr en ég kynnist strákunum í Skítamóral sem opnast leið fyrir mig að semja eigin tónlist.
 
Besta tilfinning í heimi er þegar fólk þekkir tónlistina sem þú hefur samið og syngur með og það gerðist á þessum tíma."
 
 
 
Hverjir höfðu mest áhrif á mótun Einars Ágústs í tónlist?
 
Þegar við byrjum að tala um tónlist og "sound", þá fyrst sé ég fallega vin minn umbreytast í rokkarann sem blundar svo í honum.
 
Allt sem hann er búinn að vera að gera hefur leitt hann á braut sem hefur gefið honum tækifæri á því að skapa heim og tóna sem bæði segja sögu og snerta við hjartanu í manni. Og svo mörgum öðrum.
 
Við tölum um tónlistarkennarann sem breytti lífi hans og gaf honum óbilandi trú á því að fylgja þránni í hjarta hans, þessari ómenguðu þrá til að skapa og skemmta fólki.
 
"Mig dreymdi svo sterkt um að fá að búa til minningar og búa til ævintýri sjá svona ljómann í kringum þetta.
 
Ég upplifi það þannig í dag af því að draumurinn minn var svo einlægur og mig dreymdi hann svo sterkt. Ég sá fyrir mér myndirnar af fólkinu í salnum og ég heyrði tónanna og sá gleðina í andlitum fólks og það er ástæðan fyrir því að örlögin hafa leitt mig á þann stað sem ég er á í dag.
 
Ég er lukkunar pamfíll."
 
 
Það fyrirfinnst sko ekki egó í vini mínum honum Einari Ágústi og ég velti því oft fyrir mér hvers vegna það sé? Hann er hæfileikaríkur, vinsæll, fallegur hann er allur pakkinn drengurinn, en hann er síðasta manneskjan til að sjá það. Ég held að þess vegna sé svona auðvelt að elska hann. Hlustið...
 
"Ég átti alltaf svo erfitt með að finna tilgang minn í lífinu ég eiginlega bara þjáðist rosalega útaf því sem krakki. En svo kynnist ég Baháí trúnni þegar ég er 17 ára gamall og þar fæ ég öll svörin um hver væri raunverulegur tilgangur lífsins er.
 
Þar var öllum mínum spurningum svarað. Og í framhaldi þá fór lífið minna að snúast um það og meira um "if you can’t find your purpose then follow your passion." Þá fyrst verður til tilgangur.”
 
Tónlistarkennarinn
 
Þegar Einar Ágúst talar um Guðföður tónlistar á Neskaupstað, þá vottar fyrir aðdáun í röddu hans og ég er ekki frá því að hjarta mitt brotni pínu þegar ég fæ að heyra hann tala um manninn sem breytti lífi hans í tónlist.
 
Augun vökna örlítið og ég þarf að reskja mig og taka sopa af kaffinu sem er nú farið að kólna vel bara svo hann sjái ekki áhrifin sem þetta hefur á mig...
 
Bítlarnir höfðu áhrif á mig
 
"Skólastjóri tónlistarskólans á Neskaupstað Ágúst heitinn Ármann hann er svona guðfaðir okkar sem vorum í tónlist á Neskaupsstað. Hann lagði rosalega mikið uppúr því að við hlustuðum á t.d Bítlana og fl. og pældum mikið í því sem þeir væru að gera, soundið og sagan á bakvið það sem þeir voru að semja
og má segja að hann hafi haft hvað mest áhrif á mig hvað varðar tónlist.
 
Mamma hlustaði líka mikið á allskonar tónlist allt frá 3 á palli, Ríó Tríó og upp í E.L.O, þannig að maður lærði að meta tónlist snemma. Enda tel ég tónlist tungumál sálarinnar og fíla flest allt undir sólinni. Maður er skitsó.
 
Svo vann ég líka hjá Pétri Sævari Hallgrímssynimí tónspili í Neskaupstað og hann svona ól mig upp í að hlusta á "The great ones" einsog; Led Zeppelin, Frank Sappa, Gentle Giants svona stöff, sem maður þurfti að leggja svolítið á sig til að ná að skilja.
 
Ég er svolítið eins og Magni hann er svona rokkari en er í popp hljómsveit og ég pæli svolítið mikið í öðruvísi tónlist líka."
 
Logi Pedro, Styrmir Hauks, og Skítamórall og nýja lagið
 
Ef ég þekki minn mann þá er þetta lag nýjasti hittarinn og mig persónulega hlakka ég mikið til að heyra!
 
"Nýja lagið sem við erum að gera í dag, er ég að vinna það með Loga Pedro í Retro Stefson og Styrmi Hauks upptökugúru

Það er frekar funky lag og þar fæ ég að koma að svona fönk ástríðu minni, það er rosalega gaman að vinna með þeim að þessu, enda algjörir snillingar þessir strákar og vá metnaðurinn í þeim.
 
Þetta eru sko geggjuð forréttindi.
 
Maður verður eiginlega svona "starströkk" þegar maður er í kringum þá segir Einar Ágúst að lokum."
 
Mig er strax farið að hlakka til næsta kaffibolla með þessum stórbrotna manni sem ég læri alltaf svo mikið af.
 
Ég fer sátt frá borði og hugsa hversu innilega heppin ég sé að hafa fengið að kynnast þessum demanti sem hann er.