Hefur þú faðmað einhvern í dag


Vissir þú þetta?
 
 Að faðmlag á milli tveggja einstaklinga varir að meðaltali í 3 sekúndur?
 
 En þeir sem rannsakað hafa mátt faðmlags hafa komist að því að faðmlag sem varir í 20 sekúndur eða lengur hefur læknandi áhrif á huga og á líkama.
Ástæðan er talin vera að innilegt faðmlag framleiðir hormónið "oxytocin" sem er þekkt sem ástarhormón.
 
Faðmlag hefur mörg góð áhrif, á bæði líkamlega og á andlega heilsu okkar.
 
Hjálpar okkur á meðal annars til að slaka á, finna til öryggis, ná að halda óttanum í skefjum og hefur áhrif á streitu.
 
Þessi frábæra meðferð er í boði alveg ókeypis í hvert einasta skipti sem við höfum manneskju fyrir framan okkur.
 
Þegar við höldum á barni, klöppum hundi eða ketti. Eða þegar við dönsum við félaga okkar.
 
Því nær sem við komumst einhverjum eða bara þegar við höldum utan um axlir vinar því betur líður okkur.
 
Prófaðu að faðma einhvern innilega í dag í meira en 20 sekúndur.
 
"Fært yfir á íslensku að hætti höfundar"