Í Rofanum - erótík


Í gegnum svefnrofan rumska ég heit og með sælu tilfinningu í kroppnum.
 
Ég teygi hendina yfir hinn helminginn á rúminu og finn þig þar. Þú ert líka heitur. Sængurverin eru hvít og hrein eins og ástríðurnar sem vakna.
Ég færi mig nær þér, og spúna mig upp að þér. Þú leggur hönd þína yfir mitti mitt og dregur mig enn nær. Sofandi en heitur eins og ég.
 
Ég finn hvernig vinur þinn glaðvaknar og reisir sig hægt og rólega, við hverja hreyfingu hans, rumskar vinkona mín og þráir þig. Þig allan.
 
Ég lauma honum inn í heitan yl hennar og ósjálfrátt hreyfum við okkur í rofanum, hægt og rólega, saman í takt.
Svo verður þráin of heit,of mikil,og við glaðvöknum við þessi vináttuhót, og ekkert getur slökkt eldinn sem logar heitt, nema ástríðurnar sem taka af okkur öll völd.
 
Við elskumst heitt, ólmumst af óþolinmæði, eftir að slökkva eldinn. Blóðið dunar í æðunum, hjartslátturinn eykst og við þjótum áfram ósjálfrátt,í átt að fullnægingu,sem sprengir alla vitund í björtum blossa. Eins og eldflaugar sem lýsast upp í stjörnubjörtum himni. Og við rennum saman í eitt eldhaf.
 
Ávallt er neistinn á milli okkar og við höldum honum við, ekkert þarf nema létta snertingu til að tendra svo heitan eld að við fuðrum upp.
 
Að endingu róumst við aftur, svefnrofinn kemur aftur í kjölfarið. Ekkert er sagt, þess þarf ekki. Við sofnum í skeiðarstellingu með vin og vinkonu, sem sofna líka, búin að hittast, njóta og elska hvort annað.
Ekkert getur slökkt þessar ástríður nema þú.
 
Ég sofna með bros á vör. Umvafin af þér. Í hvítri heitri hvílu.
 
Fullviss um ást þína, langanir og þrár. Í gegnum svefn og í vöku.
Í Rofanum, í bjartri sumarnóttinni. Í kyrrð og fullkominni ró.
 
Með neistaflugi flýgur,
Hvítanornin.