Fallegir kjólar -flott snið


Ég rak augun í mjög fallega kjóla sem sáust á tískupöllum í tískuvikunni. Afar kvenleg snið og grennandi. Ég varð sjúk. Ætla að sýna ykkur nokkrar myndir og gefa ykkur þannig hugmyndir um hvernig hægt er að klæðast slíkum kjólum. Ég veit að það munu ekki allar konur fíla svona snið en fyrir þær sem geta leyft sér það, er ekki spurning að fjárfesta í slíkum þegar línurnar detta inn í búðir fyrir vor og sumar 2012.
Við byrjum á kjólum frá Antonio Berardi, hérna er hann með þrjá rosalega fallega kjóla, einlitan, mynstraðan og annan með mjög sérstöku mynstri. Þessir kjólar eiga það sameiginlegt að vera það sem kallast grennandi kjólar. Hvaða kona fílar það ekki? Ég bara spyr. Svo fylgir hér með rosalega fallegt dress, í ljósum lit. Buxurnar fallega beinar en hafðar stuttar og með broti í. Og toppurinn algjör klassi. Flott að nota belti með svona topp. Þetta dress er eitthvað sem allar konur gætu notað. Það er fínt en líka ,,casual” .
 
 
 
 
Donna Karan NY sýnir hérna 3 útfærslur af sinni hönnun. Í þessari grennandi línu líka, sem verður greinilega mikið af næsta vor. Við höfum hérna smart blazer jakka sem er með síðri hvítri skyrtu innan undir og færi ég í þetta dress þá myndi ég setja belti á jakkann. Svo er það afar flott hvítt dress, buxur, jakki og toppur og allt í hvítu. Buxurnar eru slim-fit og jakkinn aðsniðin. Og síðast en ekki síst, sjáið þið bleika dressið. Vá vá vá! Rosalega fitt og flottur kjóll með hatti í stíl og taskan er alveg punkturinn yfir i-ið.
 
 
 
Hérna er einn mega flottur frá Karl Lagerfeld. Hann er hnésíður og nær upp í háls. Sniðið er súper flott og sýnir fallegar kvenmannslínurnar. Spes efnið sem hann notar í þennan kjól. Smá svona gamaldags og minnir á tweed.
 
 
 
Michael Kors fer í mjög svipaða línu og Karl Lagerfeld. Sami litur á dressinu en hann er með sítt pils, þröngt og topp við með belti. Allt haft grátt. Fyrir minn smekk myndi ég poppa þetta upp með t.d. fjólublárri tösku og belti í stíl.
 
 
 
Victoria Beckham er hérna með fallegan hvítan kjól. Hann er ekki allur í sama efni. Toppurinn er hafður meira sportí á meðan pilsið flæðir fallega í léttu efni.
 
 
 
 
Lanvin, já ekki má gleyma því merki. Ætla að sýna ykkur fjóra fallega kjóla frá þeim. Held að það hafi ekki farið fram hjá þeim sem lesa tískubloggið mitt að ég er afar hrifin af Lanvin. Byrjum á rosa flottum svörtum kjól sem er tekin saman í mittið með belti. Axlirnar á þessum eru rosalega kúl og gera mikið fyrir heildar útlitið. Svo erum við hérna með þrjá kjóla frá Lanvin og já skoðið bara myndirnar og dáist að þessari snilldar hönnun. Sjáið litasamsetninguna. Hún er mjög spes og gerir helling fyrir heildar útlitið. Þessir eru allir svona slim-fit kjólar.
 
 
 
 
 
Athugið konur að þetta er tískan fyrir næsta vor, 2012. Skemmtilegt hvernig tískan fer í hringi. Ég man þegar ég átti svo rosalega þröngt pils hérna um árið að það var ekki hægt að hlaupa í því.