Magnaðir endurfundir! MYNDBAND


Ljónið Christian var upprunalega keypt af John Rendall og Bourke árið 1969.
 
Rendall og vinur hans Jones, önnuðust ljónsungan þar til hann varð eins árs gamall og fengu þeir heimild frá bæjaryfirvöldum í London til að sleppa Christian lausum í nærliggjandi kirkjugarði, fyrir leik og þjálfun.
Í stuttu máli var kannski ekki málið að halda Christian í London sem gæludýri, eftir því sem hann stækkaði og kröfur hans breyttust. Því slepptu vinirnir ljóninu lausu í frumskógum Afríku. Eftir nokkur ár fara Rendall og Jones til Afríku til að athuga með Christian.
 
 
Myndbandið undir yndislegum söng í boði W. Houston segir alla söguna á magnaðan og áhrifaríkan hátt. Stundum eru orð svo ofmetin að mér finnst.
 
 
Láttu það eftir þér að horfa á myndbandið til enda.
 
Einfaldlega gæsahúð.is