Egg og húðin glóir


Við höfum áður birt maska sem samanstóð af einu stykki eggi. Þessi maski er ögn öðruvísi og ætlaður sérstaklega fyrir feita húð.
 
Jafnvel þó að maskinn innihaldi tvö egg, nægir uppskriftin aðeins í eina meðferð. Á andlit og háls.
Eina sem til þarf í þennan maska eru: 
 
2 egg og 1 sítróna (tvær eggjarauður og sítrónusafi) 
 
 
Við byrjum á að brjóta eggin og skilja hvítuna frá rauðunni.
 
Í þennan maska notum við aðeins rauðuna. Hvítuna geymum við í Ommelettu kvöldsins, en ekki hvað?
 
Setjið rauðurnar í skál og hrærið vel í.
Kreistið safa úr sítrónu saman við og hrærið enn frekar. Eða alveg þar til engir kekkir verða eftir.
 
Settu maskann strax á hreint andlit og háls annað hvort með hreinum fingrum eða þar til gerðum pensli.
 
Láttu maskann bíða í 10 mínútur í það minnsta. Maskinn er fljótur að harðna.
 
Hreinsið í burtu með volgu vatni og hreinum klút.
Berðu á þig uppáhalds rakakremið þitt.
 
Kíktu í spegil og dáðstu aðeins að einstakri fegurð þinni og húð sem glóir.
 
 
heida@spegill.is