Sól, dans og eintóm gleði - Jólagjöfin í ár!


Eftir ískaldan vetur dreymir flesta íslendinga um sumar, sól og fallegar strendur. Síðustu dagar hér á landinu okkar góða hefur tekið á móti okkar af frekar mikilli hörku, svo vægt sé til orða tekið.
 
Hvernig hljómar hugmyndin um að heimsækja eina af skemmtilegustu borgum heims og versla smávegis í leiðinni, um leið og hægt er að virða fyrir sér iðandi og fjölbreytt mannlíf?
 
Mjög vel, ef þú spyrð mig...
 
Ester Júlía er af mörgum kunn, enda einkar farsæll einkaþjálfari og Zumba leiðbeinandi. En undirrituð hefur reynslu af fagmennsku hennar, hlýju og jákvæðni sem og hvatningu. 
 
Ester Júlía hefur undanfarið boðið upp á fanta vinsæla Zumba tíma í World Class, þar sem hún kennir stórum hóp af hressu fólki sem eiga það öll sameiginlegt að elska að dansa.
 
Ester Júlía er búin að ganga með þá hugmynd í maganum nokkuð lengi að bjóða íslendingum upp á ferð erlendis, í sól og hita, þar sem boðið yrði upp á að dansa Zumba einsog enginn væri morgundagurinn, því hvar hentar betur að dansa Zumba en í sól og hita með gleði að leiðarljósi?
 
 
 
 
Fararstjórn er í höndum Esterar Andrésdóttur, sem hefur verið iðin við að mæta í Zumba tíma til Esterar Júlíu, en hún er ein af þeim sem elskar fátt meira en að dansa. Að auki starfar Ester sem fararstjóri hjá ferðaskrifstofunni Trans Atlantic, sem sérhæfir sig í skipulagningu ferða af ýmsum toga víðsvegar um heim. Þannig að hún býr yfir góðri reynslu á þessu sviði. 
 
Hugmynd þeirra tveggja kviknaði um hvað það gæti verið gaman að bjóða upp á ferð til Mexíco eftir þungan vetur og skammdegi, með dansandi hóp af glöðu fólki.
 
Og þær sátu ekki auðum höndum, því nú er þessi hugmynd að verða að veruleika!
 
 
 
 
 
Mexico og New York
 
Þann 28. apríl – 9. maí er búið að planleggja ferð til Mexíco með viðkomu í New York, þar sem fólk fær tækifæri til að spóka sig um í nokkra tíma, skoða mannlífið og versla. 
 
Þessi ferð er eingöngu í boði fyrir korthafa World Class. En ekki einskorðað aðeins við fólkið sem stundar Zumbatímana.
 
 
Um ferðina
 
Ester Júlía er yfir sig spennt fyrir ferðinni. Hún segir hótelið vera 1. flokks og er allt innifalið. Eða um 40 atriði.

„Þetta verður skemmtun út í eitt. Um er að ræða stórkostlegt 4. stjörnu hótel alveg við ströndina. Meiriháttar staður og endalausir möguleikar.
 
Ég verð með Zumba tíma þrisvar á dag og svo er ótal margt annað spennandi í boði . Við ákváðum að hafa þetta sérstaka World Class ferð, þar sem margir þekkjast innan veggja World Class. Zumbahópurinn er einnig orðin mjög stór og fer ört vaxandi, enda kynnist fólk þar og margir orðnir mjög nánir og góðir vinir." Segir Ester Júlía glöð í bragði. 
 
 
 
 Ester Júlía
 
 
Mikill áhugi er fyrir ferðinni og skráning nú þegar hafin og stendur hún til 20.desember nk., þannig að það er um að gera að tryggja sér sæti í tíma. Aðeins örfáir dagar eftir. 
 
Gaman er að geta þess að boðið er upp á greiðsludreifingu í allt að 9 mánuði án vaxta.
 
Fyrir allar frekari fyrirspurnir og bókanir, vinsamlegast hafið samband við Ester, en hægt er að senda henni tölvupóst á: ester@worldclass.is.
 
Spennandi finnst ykkur ekki? Jólagjöfin í ár!